Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. desember 2021 11:24 Birna María Másdóttir mun verja jólunum og áramótunum í einangrun. Brandenburg Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. „Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
„Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Munaði sex atkvæðum Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira