Í einangrun um jól og áramót: „Ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022“ Vésteinn Örn Pétursson og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 24. desember 2021 11:24 Birna María Másdóttir mun verja jólunum og áramótunum í einangrun. Brandenburg Ein þeirra fjölmörgu sem þarf að eyða jólunum í einangrun er Birna María Másdóttir sem komst að því að hún væri smituð í fyrradag þegar hún var skimuð á landamærum eftir flugferð frá New York. „Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira
„Ég verð hérna fram á næsta ár. Þannig að ég klára bara árið hér og mæti sterk til leiks árið 2022,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. Hún segist hafa gert ráð fyrir því að ef til þess kæmi að hún fengi Covid, þá fengi kærastinn hennar Covid á sama tíma. „En hann er ekki með Covid, hann er í sóttkví heima núna.“ Birna var búin að fá þrjár bólusetningar og finnur eiginlega ekki fyrir neinum einkennum. Hún fékk lánaða íbúð hjá vinafólki til að dvelja í einangruninni. „Þetta er mega kósí. Ég er með jólatré og meira að segja komin með pakka undir jólatréð. Ég er mjög þakklát fyrir það.“ Einn dagur í einu Birna María ætlar að reyna að gera það besta úr stöðunni í dag og næstu daga. „Ég ætla alveg að skvísa mig upp þó ég sé ein, fara í betri föt og mála mig og svona. Bara að njóta kvöldsins. Kannski horfi ég á góða jólamynd í dag og borða morgunmat uppi í rúmi og kannski gera bara allt það sem maður á helst ekki að gera á aðfangadag, ég veit það ekki.“ Hún segist þá vera vel búin undir einangrun næstu daga, sem eins og áður sagði lýkur ekki fyrr en á nýju ári. „Ég er með æfingadótið og heklið mitt. Ég ætla að reyna að læra eitthvað nýtt, taka kannski eitthvað námskeið á netinu. Ég veit það ekki. Ég ætla að minnsta kosti að reyna að vera hress og kát og reyna að fást við þetta á jákvæðan máta. Jólin eru bara jólin og þau koma aftur. Það eru margir sem geta ekki verið með börnunum sínum sem eiga miklu meira bágt en ég. Nú er bara að anda aðeins með nefinu og taka einn dag í einu,“ segir Birna. Þung staða á sóttvarnahúsum Samkvæmt tölum Almannavarna eru nú 2.969 í einangrun og 3.812 í sóttkví. Í gær greindist metfjöldi með Covid innanlands eða 448. Þá greindust 40 á landamærum. Alls voru 152 í sóttkví af þeim sem greindust innanlands. Nú eru 205 manns í farsóttarhúsunum fjórum en þau geta tekið á móti 240 manns. Gylfi Þór Þorsteinsson sagði í samtali við fréttastofu nú í dag að ekki væri ljóst hvað yrði gert ef húsin fyllast.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Jól Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Sjá meira