Innlent

Tónleikagestur neitaði að bera grímu og hrækti á starfsfólk

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt.
Lögregla sinnti ýmsum verkefnum í gærkvöldi og nótt.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafði afskipti af að minnsta kosti sjö einstaklingum í gær sem eru grunaðir um sóttvarnabrot. Sex voru saman í hóp og voru að yfirgefa veitingastað með áfengisflöskur í höndum þegar lögregla sá til þeirra.

Atvikið átti sér stað í miðborginni á miðnætti en samkvæmt skýrslu lögreglu leikur grunur á að sóttvarnalög hafi verið brotin og lög um veitingastaði.

Á sama tíma var ung og ölvuð kona handtekin í Vesturbænum en hún hafði verið til ama á tónleikum; neitað að bera grímu, hrækt á starfsmenn, slegið til þeirra og klórað. Var konan færð á lögreglustöð en síðar sleppt.

Fyrr um kvöldið var tilkynnt um rán í póstnúmerinu 105. Tveir menn ógnuðu þriðja með eggvopni og höfðu af honum fjármuni. Mennirnir komust undan er lögregla telur sig veita hverjir þeir eru og er málið í rannsókn.

Þá var tilkynnt um tvo ölvaða menn á sundstað í miðborginni rétt fyrir klukkan 22. Mennirnir voru með leiðindi við starfsfólk þar sem þeir fundu ekki skóna sína og var vísað á brott og sagt að koma aftur í betra ástandi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.