Innlent

Per­sónu­af­slátturinn hækkar um fjögur þúsund krónur

Fanndís Birna Logadóttir skrifar
Bjarni Benediktsso er fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsso er fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm

Persónuafsláttur næsta árs verður tæpar 54 þúsund krónur samþykki Alþingi frumvarp um breytingar tekjuskatts. Um er að ræða hækkun um rúmar þrjú þúsund krónur.

Miðað verður við 1,0% árlega aukningu framleiðni og það mat tekið til endurskoðunar á fimm ára fresti, næst fyrir áramótin 2027-2028. Þetta kemur fram á vef Stjórnarráðsins.

Hækkunin um áramótin er hluti af fyrirheitum sem gefin vou í yfirlýsingu stjórnvalda við gerð lífskjarasamninganna 2019 sem var síðan útfært nánar í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×