Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 22. desember 2021 12:12 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög landsmannna hafi sitt að segja þegar kemur að útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Aldrei hafa jafn margir greinst kórónuveiruna á landamærum en í gær en um helmingur þeirra sem greindist með veiruna í gær var fullbólusettur. Sóttvarnalæknir telur viðbúið að fleiri fullbólusettir greinist með kórónuveiruna samhliða útbreiðslu ómíkrónafbrigðis veirunnar. Aðeins einn hefur þurft að leggjast inn á sjúkrahús hér á landi með ómíkronafbrigðið. Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
Í gær greindust 267 með kórónuveiruna innanlands en innan við helmingur þeirra var í sóttkví. Þá hafa aldrei jafn margir greinst með kórónuveiruna á landamærum og í gær eða 51. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir ljóst að ferðalög Íslendinga séu að hafa áhrif. „Þetta eru bara Íslendingar sem eru að koma heim úr svona einhverjum góðum skemmtilegum ferðum erlendis sem eru að greinast.“ Ferðalög landsmanna hafa áhrif á útbreiðslu veirunnar. Vísir/Vilhelm Þá segir hann að margir þeirra sem greindust með veiruna í gær hafi verið fullbólusettir. „Þetta er eins og áður það er um helmingurinn sem að er fullbólusettur. Það er svona að aukast líka hjá þeim sem að eru búnir að fá örvunarskammtinn og það er bara viðbúið. Við vitum hvernig bólusetningarnar virka gegn ómíkronafbrigðinu og það er alveg viðbúið að það verði fleiri sem að greinist sem að hafa fengist örvunarskammt og náttúrulega líka þeir sem eru fullbólusettir og það er bara í samræmi við það sem við erum að sjá frá útlöndum, upplýsingum þaðan, bólusetningin hún virðist ætla að virka nokkuð vel gegn alvarlegum veikindum en kannski ekki eins vel gegn smitum eins og þegar um er að ræða deltaafbrigðið.“ Aðeins einn lagst inn á sjúkrahús með ómíkronafbirgðið Á vef Landspítalans segir að tíu sjúklingar liggi nú inni á Landspítala vegna COVID-19. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár. Þrír eru á gjörgæslu, einn þeirra í öndunarvél. „Við fylgjumst náttúrulega með þeim sem hafa verið að leggjast inn og það er ekki aukning í innlögnum eins og staðan er núna og það hefur bara einn með ómíkronafbrigðið þurft að leggjast inn. Við erum alltaf einni tveimur vikum á eftir bylgjunni varðandi innlagnir og upplýsingar frá hinum Norðurlöndunum eru á þann veg að það er aukning í innlögnum í Danmörku og Noregi. Bæði ómíkron og delta reyndar þannig ég held að við getum alveg eins búist við því að sjá þar hér líka.“ Þórólfur sagði jafnframt fullkomlega eðlilegt að ráðherra hafi að einhverju leyti farið aðrar leiðir en lagt var til í minnisblaði sóttvarnalæknis. Ráðherra þurfi að taka tillit til fleiri þátta en sóttvarna.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57 Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09 Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31 286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01 Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Fleiri fréttir Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Greindur af gervigreind og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Sjá meira
267 greindust innanlands 267 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 111 af þeim 267 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 42 prósent. 156 voru utan sóttkvíar, eða 58 prósent. 22. desember 2021 10:57
Hafa þurft að loka deildum á leikskólum í Hafnarfirði vegna smita Loka hefur þurft deildum á leikskólunum Hraunvallaskóla og Stekkjarási í Hafnarfirði vegna kórónuveirusmita sem þar komu upp. Fjöldi barna og starfsmanna leikskólanna eru nú í sóttkví vegna þessa. 22. desember 2021 10:09
Segir það fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum Pep Lijnders, aðstoðarmaður Jürgen Klopp, segir það algjörlega fáránlegt að Liverpool þurfi að spila tvo leiki á fjórum dögum þegar horft er á fjölda kórónuveirusmita og meiðsla innan félagsins. 22. desember 2021 06:31
286 greindust innanlands í gær og hafa aldrei verið fleiri 286 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 106 af þeim 286 sem greindist innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 37 prósent. 180 voru utan sóttkvíar, eða 63 prósent. 21. desember 2021 11:01