Ekki ósennilegt að Allir vinna verði framlengt „að einhverju leyti“ Atli Ísleifsson og Heimir Már Pétursson skrifa 22. desember 2021 08:14 Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar. Stöð 2 Ekki er ósennilegt að átakið Allir vinna verði framlengt að einhverju leyti. Málið verður tekið til umræðu í fjárlaganefnd milli annarar á þriðju umræðu á þingi. Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“ Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Þetta sagði Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna og formaður fjárlaganefndar, í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi. Átakið Allir vinna gengur út á endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna, meðal annars við endurbætur á íbúðarhúsnæði. Önnur umræða um fjárlög næsta árs hófst á þinginu í gærkvöldi þar sem meirihluti fjárlaganefndar lagði fram aukin útgjöld upp á fjórtán milljarða meðal annars vegna stuðnings við veitingarekstur vegna tekjufalls í faraldrinum, hækkun barnabóta og fleira. Þingfundi lauk á fjórða tímanum í nótt og annar fundur hefur verið boðaður klukkan 10 í dag. Bjarkey sagði að milljarður færi til einhvers konar styrkja til handa veitingageiranum líkt og lög geri ráð fyrir við tekjufall þar. „Miðað við aðstæður er alveg ljóst að þar er tekjufallið mikið. Síðan erum við að framlengja greiðslur í sóttkví, framlengja, eða öllu heldur að gera ráð fyrir, að ráðningarstyrkjum sem hægt var að sækja um til áramóta. Það eru ríflega þrír milljarðar sem fara í það á næsta ári. Þetta er það helsta hvað varðar COVID í frumvarpinu,“ segir Bjarkey. Bjarkey að að rætt hafi verið að framlengja átakið Allir vinna. „Það barst mikið ákall um það inn í fjárlaganefnd og efnahags- og viðskiptanefnd. Við erum ekki komin svo langt ennþá en við tökum það væntanlega fyrir milli annarrar og þriðju umræðu. Það er ekki ósennilegt að það verði framlengt að einhverju leyti.“
Fjárlagafrumvarp 2022 Skattar og tollar Alþingi Tengdar fréttir Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Fleiri fréttir Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Sjá meira
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48