Innlent

Tíu skjálftar yfir 3 að stærð og flugkóða breytt í appelsínugulan

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Langt er síðan sást til kviku í Geldingadölum í Fagradalsfjalli.
Langt er síðan sást til kviku í Geldingadölum í Fagradalsfjalli. Vísir/Vilhelm

Veðurstofa hefur breytt fluglitakóða í appelsínugulan sökum skjálftavirkni um tveimur til fjórum kílómetrum norðaustur af Geldingadölum sem jókst til muna um klukkan 18 í gærkvöldi.

Vísir greindi frá því í gærkvöldi að skjálfti að stærðinni 3,3 hefði orðið kl. 23.22. Fannst hann vel á Reykjanesi og á höfuðborgarsvæðinu. Virknin jókst svo enn meira um klukkan 00.30 og tveimur tímum síðar höfðu um 900 skjálftar mælst á svæðinu.

Frá því klukkan 22 í gærkvöldi hafa tíu skjálftar yfir 3 á stærð mælst skammt frá Fagradalsfjalli, sá stærsti 4,2 og tveir 3,8 að stærð.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×