Innlent

Skjálfti að stærð 3,3 fannst á höfuð­borgar­svæðinu og í Reykja­nes­bæ

Eiður Þór Árnason skrifar
Skjálftinn er einn af fjölmörgum sem mælst hafa í nálægð við Keili síðasta sólarhringinn.
Skjálftinn er einn af fjölmörgum sem mælst hafa í nálægð við Keili síðasta sólarhringinn. Vísir/Vilhelm

Jarðskjálfti að stærð 3,3 varð 3,1 kílómetra suðsuðvestur af Keili klukkan 23:21 í kvöld, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 

Skjálftinn fannst meðal annars á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesskaga en hann mældist á 6,2 kílómetra dýpi. Minni eftirskjálftar fylgdu í kjölfarið. Skjálftavirkni jókst á svæðinu upp úr 22:30 í kvöld en fimm aðrir skjálftar 2,0 og stærri hafa mælst þar fram að miðnætti: 3,0 að stærð klukkan 22:49, 2,7 klukkan 22:44, 2,0 klukkan 22:41, og 2,5 klukkan 23:16, samkvæmt upplýsingum á vef Veðurstofunnar. 

Klukkan 23:57 bættist svo annar við 2,5 kílómetra suðvestur af Keili sem var 2,5 að stærð, samkvæmt bráðabirgðatölum.

Skjálftarnir tengjast smáskjálftahrinu sem hófst norðaustur af Geldingadölum um klukkan fimm í dag og voru skjálftarnir þar orðnir um 340 talsins klukkan 22:30.

Fréttin var síðast uppfærð klukkan 00:21.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×