Innlent

Tuttugu milljónir til endur­byggingar Mið­garða­kirkju í Gríms­ey

Atli Ísleifsson skrifar
Tillaga að nýrri Miðgarðakirkju í Grímsey.
Tillaga að nýrri Miðgarðakirkju í Grímsey. Stjórnarráðið

Ríkisstjórnin hyggst veita tuttugu milljónir króna af sameiginlegu ráðstöfunarfé sínu til endurbyggingar Miðgarðakirkju í Grímsey.

Þetta var ákveðið á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun, en kirkjan, sem brann til grunna 22. september síðastliðinn, var elsta bygging eyjarinnar, byggð 1867 og var friðuð árið 1990.

Í tilkynningu á vegn stjórnarráðsins segir að Miðgarðakirkja hafi þjónað mikilvægu samfélagslegu hlutverki meðal Grímseyinga og séu íbúar staðráðnir í að reisa nýja kirkju sem geti nýst bæði við helgihald og til menningarviðburða.

„Áætlaður heildarkostnaður við byggingu nýrrar kirkju er um 100 milljónir króna en tryggingabætur nema um 30 milljónum króna. Þá hefur sóknarnefnd Miðgarðakirkju staðið fyrir fjáröflun þar sem þegar hafa safnast um 12 milljónir króna. Vonir standa til þess að framkvæmdir geti hafist næsta sumar og að ný kirkja verði tilbúin að utan í september þegar ár verður liðið frá brunanum,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir

Stefnt að því ný kirkja rísi í Gríms­ey næsta sumar

Undirbúningur við byggingu nýrrar kirkju í Grímsey er vel á veg kominn og er stefnt að því að ný kirkja rísi þar næsta sumar. Á nýja kirkjan að hafa augljósa skírskotun til kirkjunnar sem brann í september en verði aðeins stærri en fyrri vegna nútíma krafna.

Gríðarleg menningarverðmæti hurfu með Miðgarðakirkju

Formaður sóknanefndar í Grímsey segir eyjaskeggja í áfalli eftir að Miðgarðakirkja brann þar til kaldra kola í gærkvöldi. Ómetanleg menningarverðmæti hafi orðið eldinum að bráð. Mikill vilji sé til að endurreisa kirkjuna.

Íbúar fylgdust með kirkjunni brenna með tárin í augunum

Karen Nótt Halldórsdóttir, íbúi í Grímsey, var meðal þeirra sem horfðu upp á sögufræga Grímseyjarkirkju brenna til kaldra kola um ellefuleytið í kvöld. Karen segir tjónið fyrir eyjuna mikið, bæði í aðdráttarafli kirkjunnar fyrir ferðamenn en þó allra helst tilfinningalegt fyrir íbúana.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×