Ómíkron breytir leiknum og öllum gömlum leikreglum Sunna Valgerðardóttir skrifar 20. desember 2021 12:12 Sóttvarnalæknir er búinn að skila tillögum að hertum aðgerðum yfir hátíðarnar. Hann segir íslenskt heilbrigðiskerfi geta farið á hliðina ef ómíkrón gerir viðlíka skaða hér og í Skandinavíu. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir skilaði heilbrigðisráðherra minnisblaði í gær um hertar aðgerðir og segir leikinn hafa gjörbreyst með tilkomu ómíkron. Um 160 ómíkrontilfelli eru nú staðfest á Íslandi, en þeim fjölgar mun hraðar en Delta og afbrigðið veldur öðruvísi einkennum. Ríkisstjórnin tilkynnir áframhaldandi sóttvarnaaðgerðir eftir ríkisstjórnarfund á morgun. 220 innanlandssmit greindust í gær, sem er langmesti fjöldi smita sem hefur greinst hér á sunnudegi frá upphafi faraldursins. Alla jafna greinast færri um helgar þar sem minni þátttaka er í sýnatökum. Hlutfall jákvæðra sýna í einkennasýnatökum hefur sömuleiðis aldrei verið jafn hátt, í kring um 15 prósent, bæði í gær og fyrradag. 600 smit á dag ekki óraunhæft Sérfræðingar búast nú við allt að 600 smitum á degi hverjum ef fram heldur sem horfir, þar sem faraldurinn er í miklum veldisvexti og ómíkron-afbrigðið að berast hratt út. Nú hafa verið staðfest um 160 omíkron smit, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þá tölu eiga eftir að hækka hratt á næstu dögum. „Ef við horfum á hvað hefur verið að gerast í Danmörku og skoðum þróunina, þá hafa þeir verið að sjá alveg gífurlegan fjölda á dag og ef við verðum með sama innlagnarhlutfall og þeir, þá gæti þetta gerst. Við fáum 600 tilfelli á dag, til dæmis með ómíkron, þá þurfa um 0,7 prósent að leggjast inn, sem gera í kring um fimm eða sex tilfelli á dag. Og það sjá allir að það mundi alveg setja spítalann úr lagi og við mundum þurfa að grípa til örþrifaráða. Þannig að það er ekki staða sem við viljum sjá,” segir Þórólfur og undirstrikar að við séum að fara inn í alvarlegt ástand. Þó að ómíkron virðist valda vægari veikindum en Delta, þá er það margfalt meira smitandi. Tilkynna jóla-aðgerðir á morgun „Ég held að það sé hægt að líta á þetta sem aðra kórónuveiru. Hún hefur aðra eiginleika, smitast öðruvísi, fyrri sýkingar vernda minna en áður, bóluefnin vernda öðruvísi. Þannig að við erum í nýjum leik með nýjum leikreglum.” Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fjarfundi ráðherranefndar seinnipartinn í dag. Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu verður þó líklega ekkert gefið út um framhaldið fyrr en eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna út á miðnætti á miðvikudag, aðfaranótt þorláksmessu. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07 „Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
220 innanlandssmit greindust í gær, sem er langmesti fjöldi smita sem hefur greinst hér á sunnudegi frá upphafi faraldursins. Alla jafna greinast færri um helgar þar sem minni þátttaka er í sýnatökum. Hlutfall jákvæðra sýna í einkennasýnatökum hefur sömuleiðis aldrei verið jafn hátt, í kring um 15 prósent, bæði í gær og fyrradag. 600 smit á dag ekki óraunhæft Sérfræðingar búast nú við allt að 600 smitum á degi hverjum ef fram heldur sem horfir, þar sem faraldurinn er í miklum veldisvexti og ómíkron-afbrigðið að berast hratt út. Nú hafa verið staðfest um 160 omíkron smit, en Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir þá tölu eiga eftir að hækka hratt á næstu dögum. „Ef við horfum á hvað hefur verið að gerast í Danmörku og skoðum þróunina, þá hafa þeir verið að sjá alveg gífurlegan fjölda á dag og ef við verðum með sama innlagnarhlutfall og þeir, þá gæti þetta gerst. Við fáum 600 tilfelli á dag, til dæmis með ómíkron, þá þurfa um 0,7 prósent að leggjast inn, sem gera í kring um fimm eða sex tilfelli á dag. Og það sjá allir að það mundi alveg setja spítalann úr lagi og við mundum þurfa að grípa til örþrifaráða. Þannig að það er ekki staða sem við viljum sjá,” segir Þórólfur og undirstrikar að við séum að fara inn í alvarlegt ástand. Þó að ómíkron virðist valda vægari veikindum en Delta, þá er það margfalt meira smitandi. Tilkynna jóla-aðgerðir á morgun „Ég held að það sé hægt að líta á þetta sem aðra kórónuveiru. Hún hefur aðra eiginleika, smitast öðruvísi, fyrri sýkingar vernda minna en áður, bóluefnin vernda öðruvísi. Þannig að við erum í nýjum leik með nýjum leikreglum.” Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra ræðir nýtt minnisblað sóttvarnalæknis á fjarfundi ráðherranefndar seinnipartinn í dag. Samkvæmt upplýsingum úr heilbrigðisráðuneytinu verður þó líklega ekkert gefið út um framhaldið fyrr en eftir ríkisstjórnarfund í fyrramálið. Núgildandi aðgerðir renna út á miðnætti á miðvikudag, aðfaranótt þorláksmessu.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07 „Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17 Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
220 greindust með Covid-19 innanlands í gær 220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands. 20. desember 2021 11:07
„Við erum bara með nýja veiru“ Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 19. desember 2021 19:17
Fauci varar við ferðalögum um jólin og segir ómíkron ógna heilbrigðiskerfinu Anthony Fauci, sóttvarnalæknir Bandaríkjanna, varar við því að ferðalög fólks landshluta á milli yfir jólahátíðina muni verða til þess að ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar mun dreifast mun meira um Bandaríkin en ella, jafnvel á meðal þeirra sem eru fullbólusettir. 20. desember 2021 07:05