Innlent

220 greindust með Covid-19 innanlands í gær

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Venjulega hafa færri greinst um helgar en virka daga en á laugardaginn greindust 200 manns með Covid-19.
Venjulega hafa færri greinst um helgar en virka daga en á laugardaginn greindust 200 manns með Covid-19.

220 greindust með Covid-19 innanlands í gær. 40 prósent voru í sóttkví við greiningu. Átján greindust á landamærunum. Um er að ræða metfjölda greindra innanlands.

Um 15 prósent þeirra sem fóru í sýnatöku í gær reyndust vera með Covid-19. Tæplega 1500 einkennasýni voru tekin í gær.

Ellefu sjúklingar liggja á Landspítala vegna Covid-19. Tveir eru á gjörgæslu og annar þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi er 64 ár.

1.807 eru í umsjá Covid-göngudeildar, þar af 654 börn.

Vísir greindi frá því í morgun að sjötugur karlmaður hefði látist af völdum Covid-19 á laugardag.

Tölfræðina af Covid.is má sjá hér að neðan.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×