„Var bara nógu spenntur og vitlaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2021 10:30 Hilmar og Rafn fóru upp hæsta klifurvegg heims á dögunum. Ævintýramennirnir Hilmar Ingimundarson og Rafn Emilsson gerðu sér lítið fyrir og klifruðu upp einn frægasta klifurvegg í heimi en þeir sigruðu hinn sögufræga El-Capitan vegg í Bandaríkjunum. Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira
Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Lífið Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Bíó og sjónvarp Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Lífið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Heyra ekkert í Harry og Meghan Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Fleiri fréttir Heyra ekkert í Harry og Meghan Búinn að sturta sig með fötu síðan í nóvember Dóttir Tommy Lee Jones fannst látin Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Króli og Birta eignuðust lítinn prins Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Opnar sig um augnlokaaðgerðina Blö byrjar árið á bingói Isiah Whitlock Jr. látinn Þetta fengu ráðherrarnir gefins Sautján ára Glúmur leigði bíl og leitaði Bardot á frönsku rivíerunni Illugi Jökuls gómaði rottuunga eftir klukkutíma eltingaleik Clooney orðinn franskur Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Idris Elba sleginn til riddara fyrir baráttu gegn hnífaburði Blysröð í anda þjóðhátíðar í stað brennu Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Spurt var um fólkið sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Sjá meira