„Var bara nógu spenntur og vitlaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2021 10:30 Hilmar og Rafn fóru upp hæsta klifurvegg heims á dögunum. Ævintýramennirnir Hilmar Ingimundarson og Rafn Emilsson gerðu sér lítið fyrir og klifruðu upp einn frægasta klifurvegg í heimi en þeir sigruðu hinn sögufræga El-Capitan vegg í Bandaríkjunum. Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira
Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Lífið Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Lífið Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Lífið Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Lífið Svona verður dagskráin á Menningarnótt Lífið HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Lífið Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Lífið Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Lífið Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart Lífið Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Lífið Fleiri fréttir Fréttatía vikunnar: Svíþjóð, sektir og vextir Bjargaði lífi systur sinnar ellefu ára gömul Níu ástæður fyrir því að stunda morgunkynlíf Bragðgóðar kalkúnabollur í kókos og límónusósu Hörður Björgvin kom Móeiði á óvart HAF-hjónin breyta vídjóleigu í bakarí Ari og Helga Lilja flytja á milli glæsihúsa í Garðabæ Mamman grét, eiginmaðurinn fraus en Veru var létt Innlit í nýtt svefnhólfahótel við Hverfisgötu Millie Bobby Brown og Bongiovi hafa ættleitt stúlku Fullkomið og fór langt fram úr væntingum Þungarokkstjarna lést í mótorhjólaslysi Lil Nas X handtekinn og vistaður á sjúkrahúsi Fjögurra daga Njáluhátíð sett á Hvolsvelli í kvöld Tvö maraþon eftir af sex: Úr þoku í sól, misörlátir ferðamenn og hálendið kvatt „Sjúllaður“ sítrónu og jarðaberja næturgrautur Draumadís Þórhildar og Hjalta komin í heiminn Svona verður dagskráin á Menningarnótt Breskur auðkýfingur brjálaður og norsku kafararnir of dýrir Nafn sonarins innblásið af Frakklandi Súrrealískt þegar Jay Leno vinkaði fjölskyldunni á Facetime Borgarstjóri fagnaði brúðkaupsafmæli með strætóferð og indverskum mat Svarar samskiptastjóra Trump sem kallaði hann lúser Þetta borðar Lína Birgitta alla morgna „Indælasti dómari í heimi“ er látinn Seiðandi víbrur sem virka í bólinu Þegar Jónas var jarðsettur hundrað árum eftir andlátið Ein frægasta bakrödd landsins gifti sig „Pylsa“ sækir í sig veðrið Ómótstæðileg ítölsk steikarloka úr smiðju Hildar Rutar Sjá meira