„Var bara nógu spenntur og vitlaus“ Stefán Árni Pálsson skrifar 20. desember 2021 10:30 Hilmar og Rafn fóru upp hæsta klifurvegg heims á dögunum. Ævintýramennirnir Hilmar Ingimundarson og Rafn Emilsson gerðu sér lítið fyrir og klifruðu upp einn frægasta klifurvegg í heimi en þeir sigruðu hinn sögufræga El-Capitan vegg í Bandaríkjunum. Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni. Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Veggurinn á sér langa klifursögu en hann var lengi talinn ókleifur. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi fengu áhorfendur að heyra magnaða sögu þeirra félaga. „Ég var bara nógu spenntur og vitlaus til að vilja fara og fannst þetta áhugavert markmið og ég hoppaði strax á það að vilja fara. Við erum búnir að vera undirbúa þetta í tvö ár,“ segir Hilmar. „Mamma hefur aldrei verið sérstaklega hrifin af klettaklifri, hvorki þegar ég byrjaði og ekki í dag. Annars eru allir vanir því að þetta er svona partur af því sem maður gerir,“ segir Rafn. „Þetta er bara lífsstíllinn og það sem við erum búnir að vera gera undanfarin ár. Konan mín klifrar með mér og þetta er fjölskyldusportið. Sem betur fer áttuðu sig ekkert allir á því hvað þetta er stórt og mikið. Þarna eru fallegustu og stærstu klettaklifurleiðir í heiminum,“ segir Hilmar. Þúsund metra veggur á fimm dögum. „Maður er korter að labba frá bílastæðinu og þá stendur maður undir þúsund metra háum klettavegg. Þetta er svona þrjú hundruð metrar sem eru um áttatíu gráðu brattur, þrjú hundruð metrar um níutíu gráðu og síðustu þrjú hundruð metrarnir eru yfir hangandi,“ segir Rafn. Í svona verkefni þarf til að mynda að taka með sér hengirúm þar sem þeir einfaldlega gisti á leið sinni upp. „Við erum bara lóðréttir í fimm daga, bundnir í línu og ert bara fastur í berginu,“ segir Hilmar. „Þessi útileiguhluti verður talsvert mikið umstang. Bara það að vakna á morgnanna, fá sér morgunmat og ganga frá öllu er svona þriggja tíma verk. Svo í lok dags er það svipað. Það tekur svona þrjá tíma að setja allt upp, fá sér að borða og fara að sofa,“ segir Rafn. Hér að neðan má sjá innslagið í heild sinni.
Ísland í dag Fjallamennska Íslendingar erlendis Klifur Mest lesið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ Lífið Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Lífið Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Lífið Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Lífið Flottasti garður landsins - taktu þátt! Lífið samstarf Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Lífið Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Lífið Ofboðslega falleg berskjöldun Menning Fleiri fréttir Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Michael Madsen er látinn Kvenorkan tók yfir á Garðatorgi Björt og Fannar selja einbýlishús fyrir 90 milljónir Anna Guðný fann ástina í faðmi kraflyftingamanns Lykla-Pétur fauk á haf út Sigraðist á krabba og komst að óléttu samdægurs Miðar á Kaleo endurseldir á margföldu verði Sjá meira
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög
Fóru hringinn um Grænlandsjökul á baki vinddreka: Brotin rifbein, kynngimagnað sjónarspil og óþægilegt návígi við ísbjörn Ferðalög