Þórólfur gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. desember 2021 08:02 Þórólfur segir ljóst að ómíkron smitist auðveldlega en það sé mögulega vægara en delta. Enn sé þó margt á huldu og upplýsingar um hið nýja afbrigði að koma fram í rauntíma. Vísir/Vilhelm Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir gerir ráð fyrir að fleiri en 200 hafi greinst með Covid-19 í gær. Hann segir tvær skýringar á miklum fjölda smitaðra síðustu daga; sumir séu ekki að passa sig og nýtt afbrigði, sem muni verða ráðandi hér líkt og annars staðar. Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira
Þetta kom fram í máli Þórólfs í Bítinu á Bylgjunni nú fyrir stundu en hann skilar í dag nýju minnisblaði til heilbrigðisráðherra um stöðu kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sóttvarnalæknir vildi ekkert gefa upp um efni minnisblaðsins en sagði nauðsynlegt að horfa raunhæft á stöðuna. Þórólfur sagði flesta vera að passa sig mjög vel en á sama tíma væru margir sem gerðu það ekki. Þá væri ómíkron-afbrigðið komið á siglingu og það væri afar smitandi. Sóttvarnalæknir sagðist fylgjast náið með stöðunni erlendis og ef horft væri til Danmerkur, þar sem 18 þúsund manns hefðu greinst með ómíkron, væru 0,7 prósent að leggjast inn á sjúkrahús. Þetta væri nokkuð minna en við hefðum séð með delta en hingað til hefðu 1,2 til 1,3 prósent lagst inn. Þórólfur sagði að ef Íslendingar færu að sjá sambærilegar tölur og Danir væri um að ræða allt að 7 til 800 greinda á dag, sem þýddi nokkrar innlagnir á dag. Ljóst væri að Landspítalinn myndi að óbreyttu ekki ráða við 4 til 6 innlagnir vegna Covid á degi hverjum. Spurður að því hvort það væri raunverulega svo að tveir bóluefnaskammtar veittu litla vörn sagði Þórólfur svo vera en að miklar vonir væru bundnar við að örvunarskammturinn veitti góða vörn gegn alvarlegum veikindum. Örvunarbólusetningar hefðu gengið vel hérlendis og um 150 þúsund þegar fengið örvunarskammt en engu að síður ætti ennþá helmingur bólusettra eftir að fá örvunarskammt og þá væri fjöldi enn óbólusettur. Ómíkron ætti því greiða leið um samfélagið enn sem komið er. Þórólfur sagði þá sem væru að veikjast yngra fólk og fólk á miðjum aldri. Þetta væri fólkið sem væri minnst bólusett og mest á ferðinni. Þúsundir væru í sóttkví en hún væri helsta ráðið sem við ættum til að freista þess að hamla útbreiðslu veirunnar. „Mér finnst þetta ekkert skemmtilegt ástand,“ sagði Þórólfur um jólahátíðina sem er framundan. „Þetta er vissulega óskemmtilegt fyrir þá sem lenda í því og ekkert hægt að draga fjöður yfir það.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Bítið Mest lesið Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Innlent Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Innlent Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Innlent Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Innlent Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Innlent „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Innlent Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Innlent Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” Innlent Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Innlent Fleiri fréttir Nafngreindi rangan mann í frétt og dæmdur fyrir meiðyrði Mosfellsbær tæki gjarnan við peningunum sem Tjörneshreppur afþakkar Danir stórefla varnir Grænlands með freigátum og orustuþotum Mannránstilraun í Kongó og tvöföld áramót meðal eftirminnilegustu ferðaævintýra Katrínar Lítill skjálfti við Ingólfsfjall Vill leiða Miðflokkinn í Kópavogi Skora á stjórnvöld að beita sér fyrir styttri bið eftir geislameðferð Erlendir aðilar stofna fölsk íslensk lén í annarlegum tilgangi Rýnt í áhrif stóra vaxtamálsins Velti fyrir sér „hvaða vitleysingur væri að skrifa bara eitthvað“ Vill heldur sjá langtímasamninga um framlög fyrir „samtök úti í bæ” „Auðvitað er hann velkominn hingað til Íslands“ Óútgefnum handritum stolið: Kallaði rithöfundinn skíthaus Loka fyrir kalt vatn í Salahverfi annað kvöld „Mjög slæmt og erfitt að horfa upp á svona“ Minniháttar eldur í Nytjamarkaði á Selfossi Afþakka „fáránlegt“ 250 milljóna framlag Jöfnunarsjóðs Verkfall yfirvofandi hjá flugumferðarstjórum og stórbruni á Siglufirði Aftur á fjöllum og í veiði á fjórhjóli fyrir fólk með skerta hreyfigetu Átján ára veitti manni „langan og djúpan gapandi skurð“ Kókaín, MDMA og mikið magn ketamíns í Norrænu Flugumferðarstjórar boða vinnustöðvun Meirihluti hlynntur aðskilnaði ríkis og kirkju Aldrei færri á móti olíuleit vegna náttúruverndarsjónarmiða „Aðstoðin verður að fá greiða leið inn á Gasa“ Eldur í nýbyggingu í Gufunesi Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Sjá meira