„Við erum bara með nýja veiru“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2021 19:17 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. vísir/vilhelm Sóttvarnalæknir segir stöðu kórónuveirufaraldursins gjörbreytta vegna ómíkron-afbrigðisins, sem hann segir í raun nýja veiru. Hann skilar tillögum um nýjar aðgerðir sem kynntar verða í ríkisstjórn á þriðjudag. 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. Aðeins einu sinni áður hafa fleiri greinst innanlands á einum degi. Þá meta almannavarnir stöðuna svo alvarlega að tölur á Covid.is voru uppfærðar í dag, sem venjulega er ekki gert um helgar. Þar sést til dæmis að hlutfall jákvæðra einkennasýna hefur aldrei verið hærra en í gær, eða tæp 14 prósent, en tveimur dögum áður stóð hlutfallið í rúmum átta prósentum. Segir faraldurinn í veldisvexti Um 160 manns hafa nú greinst með ómíkron-afbrigðið hér á landi, sem Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir reiknar með að nái yfirhöndinni á næstu vikum. „Við erum bara með nýja veiru getum við sagt sem hegðar sér öðruvísi en hinar veirurnar. Og það virðist vera að bólusetningarnar, sem við erum búin að standa okkur gríðarlega vel í, að þrjár sprautur vernda upp að vissu marki, sérstaklega virðist vera gegn alvarlegum veikindum, það er spurning með smit. En tvær sprautur vernda lítið sem ekkert,“ segir Þórólfur. „Mér sýnist þetta komið í veldisvöxt og þetta er svona það hæsta sem við höfum séð, og sjö daga nýgengið er það hæsta sem við höfum séð. Við erum bara með nýtt landslag með þessari nýju veiru og það ræðst ekkert við það nema með þeim aðferðum sem við teljum að muni duga.“ Norræna þróunin óhjákvæmileg Tólf lágu á Landspítala með Covid í morgun, einn á gjörgæslu og í öndunarvél, og staðan þar því oft verið verri. Þórólfur bendir á að hlutfall þeirra sem þurft hafa að leggjast inn á sjúkrahús með ómíkron í Danmörku sé talsvert lægra en af delta-afbrigðinu en hafa verði í huga að ómíkron virðist mun meira smitandi. „En ef það eru 0,5 eða 0,7 prósent sem þurfa að leggjast inn þá getur það orðið umtalsverður fjöldi ef útbreiðslan er mjög mikill, ef við förum að fá kannski 300, 400, 500 tilfelli á dag.“ Hann bendir á hraða útbreiðslu ómíkron í Noregi og Danmörku. „Ég held að það sé óhjákvæmilegt miðað við þessa þróun að það muni gerast hér. Auðvitað er það háð því til hvaða aðgerða við grípum,“ segir Þórólfur, sem reiknaði með því í morgun að skila minnisblaði um nýjar aðgerðir til heilbrigðisráðherra í dag. Hann var þó ekki búinn að skila minnisblaðinu á sjötta tímanum.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31 200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28 „Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09 Mest lesið Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Innlent Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Innlent Fleiri fréttir Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Sjá meira
Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. 19. desember 2021 13:31
200 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær Tvö hundruð manns greindust með kórónuveiruna innanlands í gær samkvæmt bráðabirgðatölum Almannavarna. Eins og síðustu daga var aðeins tæplega helmingur nýsmitaðra í sóttkví, eða 76 manns. 19. desember 2021 09:28
„Það er eitthvað mikið að gerast“ Prófessor í líftölfræði segir ótrúlegan vöxt í faraldrinum innanlands og að staðan sé tvísýn, einkum í ljósi þess að önnur stór bylgja drifin áfram af ómíkron-afbrigðinu gæti skollið á strax eftir áramót. Nýgengi smitaðra hefur aldrei verið hærra að sögn sóttvarnalæknis. 19. desember 2021 12:09