Veltir því upp hvort kórónuveiran sé trójuhestur Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 19. desember 2021 13:31 Tómas Guðbjartsson til vinstri og Arnar Þór Jónsson til hægri. Hart var tekist á um bólusetningar á Sprengisandi í morgun. Tómas Guðbjartsson læknir og Arnar Þór Jónsson hæstaréttarlögmaður ræddu mörkin milli persónufrelsis og takmarkana vegna almannahættu. Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan. Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira
Arnar Þór telur að verið sé að seilast hættulega langt inn á persónulegt svæði fólks. Ekki megi gleyma friðhelgi einkalífs og yfirráðum fólks yfir eigin líkama. Íþyngjandi inngrip í líf almennings geti farið inn á hættulegt svæði og útskýrir að hann vísi til einhvers konar alræðis í því samhengi. „Ég hef í það minnsta velt því fyrir mér hvort að þetta covid mál sé í raun og veru einhvers konar trójuhestur sem að þjónar þeim tilgangi að leiða hér inn einhvers konar nýtt stjórnarfar þar sem lýðræðinu er kippt úr sambandi,“ segir Arnar og ítrekar að í lýðræðinu felist að stjórnvöld megi ekki setja fyrirvaralausar reglur að eigin geðþótta. Tómas Guðbjartsson til vinstri, Kristján Kristjánsson þáttastjórnandi í miðjunni og Arnar Þór Jónsson til hægri.Vísir Tómas Guðbjartsson er á öndverðum meiði og telur að staðan sé í raun miklu alvarlegri en flestir gera sér grein fyrir. Ekki megi gera lítið úr ómíkron afbrigðinu og höfða verði til skynsemi fólks. Tómas er þó ekki spenntur fyrir mögulegum reglum um bólusetningarskyldu en engu að síður megi ekki gera lítið úr alvarleika málsins. „Núna er þetta skollið á og í Danmörku er þetta í línulegum vexti beint upp á við og þeir eru svona í panikk-ástandi í Danmörku. Þrjátíu prósent af smitunum í Danmörku í gær voru ómíkron-smit og það er bara tímaspursmál hvenær þetta skellur á hér. Við erum að fara sennilega núna inn í eina erfiðustu bylgjuna,“ segir Tómas og ítrekar að mikilvægast sé að höfða til skynsemi fólks. Arnar ekki sammála Tómasi Tómas telur skoða þurfi umræðu um persónufrelsi og friðhelgi einkalífs að einhverju leyti til hliðsjónar við þá hættu sem stafar af kórónuveirufaraldrinum. Við lifum á fordæmalausum tímum og eðlilegt sé að grípa til óhefðbundinna ráðstafana í einhverjum tilvikum, sem stundum geti verið óhentugar. Arnar er þessu alls ekki sammála. „Nú vil ég bara vekja athygli hlustenda á því sem Tóma segir hér. Allt í einu hafi það minna vægi, svona undirstöðusjónarmið í stjórnskipun okkar og lögum, að persónufrelsi fer allt í einu að skipta miklu minna máli af því við erum í einhvers konar almannavarnaástandi,“ svarar Arnar og bætir við að til séu aðrar aðferðir en bólusetningar. Ljóst er að viðmælendur Kristjáns þennan sunnudagsmorguninn hafi skiptar skoðanir á takmörkunum og aðgerðum í kórónuveirufaraldrinum. Hlusta má á þáttinn hér að neðan.
Sprengisandur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Fleiri fréttir Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Sjá meira