Innlent

Enginn Emil í Katt­holti

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Faraldur kórónuveirunnar hefur víða áhrif.
Faraldur kórónuveirunnar hefur víða áhrif. Vísir/Vilhelm

Borgarleikhúsið hefur tekið ákvörðun um að fella niður sýningu á leikritinu Emil í Kattholti í dag.

Meðlimur leikhópsins er kominn í sóttkví og segja aðstandendur leikhússins að ekki komi annað til greina en að fella sýninguna niður.

Starfsfólk Borgarleikhússins harma að þurft hafi að fella sýninguna niður en segjast gera allt til að gæta öryggis starfsmanna sem og leikhúsgesta.

Aðdáendur Emils þurfa þó ekki að örvænta en til stendur að finna nýjan sýningartíma fyrir þá leikhúsgesti sem hugðust mæta á sýninguna í dag. Þetta kemur fram í færslu frá Borgarleikhúsinu.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×