Innlent

Á­­kvörðun Per­­sónu­verndar hafi á­hrif á skóla­­starf um land allt

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar.
Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs Reykjavíkurborgar. Vísir

Reykjavíkurborg telur að ákvörðun Persónuverndar, sem varðar innleiðingu á upplýsingakerfinu Seesaw, muni hafa áhrif á skólastarf víða um land. Reykjavíkurborg leggur nú mat á réttarstöðu sína.

Reykja­víkur­borg hefur notað upp­lýsinga­for­ritið í grunn­skólum í sveitarfélaginu. Í frétta­til­kynningu frá Reykja­víkur­borg segir að for­ritið sé gagn­virk kennslu­lausn, sem býður nem­endum upp á að vinna verk­efni, fá leið­réttingar og endur­gjöf með raf­rænum hætti.

Per­sónu­vernd telur að vinnsla upp­lýsinga um grunn­skóla­nem­endur með notkun for­ritisins hafi ekki verið í sam­ræmi við á­kvæði per­sónu­verndar­laga. Í á­kvörðuninni segir að raf­ræn kerfi séu vita­skuld hentug að ein­hverju leyti, en ekki geti verið unnt að safna upp­lýsingum um nem­endur í til­tekið upp­lýsinga­kerfi eins og Reykja­víkur­borg hafi gert. Upp­lýsinga­söfnunin væri ekki nauð­syn­leg að mati stofnunarinnar.

Reykjavíkurborg hyggst eyða persónuupplýsingum

Í frétta­til­kynningunni segir að Reykja­víkur­borg hafi strax hafist handa við að taka kerfið úr allri notkun sam­hliða eyðingu per­sónu­upp­lýsinga í sam­ræmi við á­kvörðun Per­sónu­verndar. Þá þurfi að fara vand­lega yfir hvaða á­hrif niður­staðan hefur haft á starf í fram­halds­skólum.

Helgi Gríms­son, sviðs­stjóri skóla- og frí­stundas­sviðs Reykja­víkur­borgar, segir að niður­staða stofnunarinnar leiði til þess að skólum um allt land sé ó­kleift að inn­leiða tækni­lausnir í ó­breyttu um­hverfi. Fara þurfi vand­lega yfir stöðu mála.

„Þessi á­kvörðun hefur á­hrif á alla grunn­skóla sem og sveitar­fé­lög landsins. Það er mikil­vægt að standa vörð um upp­lýsinga­öryggi nem­enda en kröfur Per­sónu­verndar til starfs­fólks grunn­skólanna verða að vera raun­hæfar og í sam­ræmi við per­sónu­verndar­reglu­gerðina og út­gefnar leið­beiningar stofnunarinnar,“ segir Helgi meðal annars.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×