Reyna að kaupa bíl en leggja milljónir inn á erlenda glæpahópa Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 15. desember 2021 19:24 Jökull Gíslason sérhæfir sig í netglæpum hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu. vísir/skjáskot/sigurjón Lögregla er með nokkur mál til rannsóknar þar sem fólk hefur millifært milljónir á erlenda glæpahópa í trú um að það sé að kaupa sér bíl. Oftast er ómögulegt að fá peninginn til baka. Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull. Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Æ oftar verslar fólk hluti í gegn um erlendar vefverslanir, meira að segja bíla. En í því er fólgin ákveðin áhætta. Fjársvik og svindl á netinu aukast nefnilega sífellt samhliða þessu og nú eru erlendir glæpahópar búnir að koma sér fyrir á viðurkenndum sölusíðum. „Svindlarar eru farnir að nota sömu síður, eru með lögformlegar skráningar eins og það sé alvöru fyrirtæki á bak við það. Eru jafnvel með heimasíður og alla umgjörðina rétta. En eru síðan aldrei að fara að selja þér bíl. Þeir eru einfaldlega að taka peningana og láta sig hverfa,“ segir Jökull Gíslason, rannsóknarmaður hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Lítið hægt að gera Lögregla er nú með fjögur mál til rannsóknar þar sem Íslendingar hafa gengið í gildru erlendra glæpahópa og millifært á þá milljónir í trú um að þeir væru að kaupa bíla eða jafnvel vinnuvélar. Klippa: Lögregla rannsakar nokkur fjársvikamál „Svindlararnir eru mjög skipulagðir og þetta er skipulögð glæpastarfsemi. Þannig þeir eru að selja kannski bíl sem að kostar kannski fimm til tólf milljónirog fólk telur sig vera að gera kjarakaup í þessum bílum. En síðan er ekkert á bak við það og þetta eru náttúrulega góðar tekjur fyrir skipulögð glæpasamtök að vera að fá inn svona mikla innkomu á einu og einu svindli,“ segir Jökull. Og það er afskaplega erfitt fyrir lögregluna að gera nokkuð í málinu. „Það er mjög erfitt ða ná þessum pening til baka því það er líka hluti af þessum skipulögðu glæpasamtökum að fyrsti viðtökureikningur, peningarnir staldra aldrei við þar,“ segir Jökull. Algengast er að honum sé samstundis breytt í rafmynt. Og þá er alger ógerningur að nálgast hann aftur. Hægt að gera ýmislegt til að sjá við svindli Því hefur lögregla sett mikið púður í forvarnir í þessum málum og Jökull bendir okkur á aðferð sem getur nýst fólki. Allir ættu nefnilega að kynna sér síðuna Domaintools.com því hún getur verið gagnleg þegar við erum í vafa um hvort vefsíða sé raunveruleg eða ekki. Ef að einhver ætti til dæmis í viðskiptum við síðu honum þykir vafasöm getur hann afritað lén hennar og rennt því í gegn um Domaintools.com. Hér sjáum við upplýsingar sem Domaintools gefur okkur um aðra netsíðu. Þar sem stendur Dates: 64 days old, sjáum við að síðan er ekki nema tveggja mánaða gömul.SKJÁSKOT Þá birtast þessar upplýsingar á borð við þær sem sjást á myndinni hér að ofan. Þær segja okkur meðal annars hversu gömul síðan er. Og viti menn - síðan hér að ofan er ekki nema tveggja mánaða gömul og það ætti að hringja viðvörunarbjöllum. „Fólk þarf bara að temja sér hæfilega tortryggni í svona málum. Og hæfileg tortryggni í viðskiptum á netinu er eiginlega sú að ganga út frá því að þetta sé svindl þar og þangað til að þú ert nokkuð viss um annað“ segir Jökull.
Lögreglumál Netöryggi Fjártækni Netglæpir Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira