Innlent

Þrenn jarð­göng upp­fylla ekki lág­marks­öryggis­kröfur EES

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Of langt bil er á milli neyðarstöðva í Vaðlaheiðargöngunum að mati ESA.
Of langt bil er á milli neyðarstöðva í Vaðlaheiðargöngunum að mati ESA. Vísir/Vilhelm

Eftirlitsstofnun EFTA, ESA, telur að þrjú af þeim fjórum jarðgöngum á Íslandi sem tilheyra hinu Samevrópska veganeti uppfylli ekki lágmarksöryggiskröfur EES fyrir jarðgöng.

Þetta er á meðal þess sem kemur fram í rökstuddu áliti sem ESA sendi íslenskum stjórnvöldum í dag, þar sem þau hafi ekki innleitt lágmarksöryggisráðstafinar í jarðgöngunum.

Jarðgöngin þrjú sem ekki upfylla þessar lágmarksöryggiskröfu eru Vaðlaheiðarhöng, Fáskrúðsfjarðargöng og göngin í gegnum Almannaskarð.

Í tilfelli Vaðlaheiðarganga og Almannaskarðsganga er of langt bil á milli neyðarstöðva í göngunum. Í Vaðlaheiðargöngum er bilið 250 metrar en má mest vera 150 metrar, í Almannaskarðsgöngnum er bilið 340 metrar en má mest vera 250 metrar.

Segir á vef ESA að íslensk stjórnvöld hafa gefið til kynna að þetta verði lagfært fyrir árslok 2021. ESA hafi hins vegar enn ekki fengið staðfestingu frá íslenskum stjórnvöldum þess efnis.

Þá telur ESA að skortur á rýmingarlýsingu í Fáskrúðsfjarðargöngum og Almannaskarðsgöngum sé brot á EES-reglum um umferðaröryggi í jarðgöngum. Íslensk stjórnvald hafi gefið til kynna að þessu verði komið í rétt horf árið 2024.

Íslensk stjórnvöld fá nú þrjá mánuði til að koma sjónarmiðum sínum á framfæri og eftir það getur ESA ákveðið að vísa málinu til EFTA-dómstólsins.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×