Allt að fjórðungur ungs fólks upplifir sig oft eða mjög oft einmana Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. desember 2021 08:35 Hera hvetur fólk til að horfa í kringum sig í aðdraganda jóla, og bara alltaf, og muna að oft þarf ekki mikið til að gleðja aðra. „Þetta er bara nákvæmlega það sem við höfum verið að finna. Vinaverkefnin okkar voru svolítið fyrir eldra fólk en það hefur aukist að við fáum óskir fá yngra fólki um að fá vin. Þessar niðurstöður eru mjög í takt við það sem við höfum verið að finna undanfarið.“ Þetta segir Hera Hallbera Björnsdóttir, verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossi Íslands, um nýjar niðurstöður lýðheilsuvaktar embætti landlæknis um einmanaleika meðal Íslendinga 18 ára og eldri. Samkvæmt þeim hefur einmanaleiki aukist á árinu samanborið við síðasta ár, mest í haust en í október sögðust 16,3 prósent svarenda hafa oft eða mjög oft fundið fyrir einmanaleika. Konur eru mun meira einmana en karlar en í október en hlutfallið meðal þeirra var 21,9 prósent og 10,8 prósent meðal karla í október. Þá vekur athygli að yngra fólk virðist upplifa einmanaleika mun meira en eldra fólk en 27 prósent einstaklinga á aldrinum 18 tli 34 ára sögðust í október hafa fundið oft eða mjög oft fyrir einmanaleika, á sama tíma og hlutfallið var 7,5 prósent meðal 55 ára og eldri. Mikil einangrun í kórónuveirufaraldrinum Rauði krossinn býður upp á vinaþjónustu þar sem fólk getur fengið síma- eða heimsóknavin. Hera segir hópinn sem óskar eftir þjónustunni eiga það sammerkt að glíma við þunglyndi, kvíða eða félagsfælni og að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst honum erfiður. „Þetta er náttúrulega mikil einangrun sem hefur fylgt Covid og hræðsla við smit og afleiðingar þess,“ segir hún. „Og ef þú ert veikur fyrir verður allt svona erfiðara að takast á við og ennþá erfiðara að vera einn.“ Hera segir skjólstæðinga vinaverkefnanna endurspegla niðurstöður lýðheilsuvaktarinnar; meirihlutinn sé konur, enda séu þær almennt duglegri við að leita sér aðstoðar. Það sem hefur hins vegar breyst er að hópurinn sem vill fá við er að yngjast. Ástæðuna segir hún mögulega vera opnari umræðu um andleg veikindi. „Það er aukin umræða um andleg veikindi, í hvaða mynd sem þau birtast, og ég vona að þetta „stigma“ sé smám saman að hverfa. Fólki þykir sjálfsagðara að þurfa aðstoð og það virðist vera ófeimnara að leita eftir henni,“ segir Hera og bætir við að vonandi muni þessi þróun einnig hafa þau áhrif að karlar verði meira reiðubúnir að leita sér hjálpar. Töfrum líkast að sjá vináttu verða til Hvað varðar vinaverkefnin segir Hera þau almennt ganga „lygilega vel“. Þegar um er að ræða heimsóknarvini fer hún alltaf með í fyrsta sinn en hún segir það oft gerast að fólk nái fljótt saman, enda búið að para fólk saman áður eftir áhugamálum og öðru. En hvernig ber maður sig þá að því að eignast vin? „Það er náttúrulega fyrsta skrefið að hafa samband við okkur,“ svarar Hera. „Það er hægt að senda mér tölvupóst og svo er hægt að hringja í Rauða krossinn eða sækja um vin á heimasíðunni okkar. Svo ræðum við við viðkomandi um óskir og væntingar og annað slíkt. Eftir hverju verið er að leita; bæði hvernig vin hann vill fá og hver áhugamálin eru. Og svo reynum við að finna einhvern sem passar við það. Þetta er pínu eins og pöntunarlisti,“ segir Hera og hlær; hvort viltu konu, karl, ungan eða gamlan... „Við getum orðað þetta þannig að við reynum að mæta óskum og þörfum þeirra sem til okkar leita. Við erum með mjög breiðan sjálfboðaliðahóp.“ Sjálfboðaliðarnir eru á öllum aldri, sá elsti 85 ára, en gestgjafarnir svokallaðir eru á aldrinum 23 til 95 ára. Hera segir töfrum líkast að fylgjast með tengslum myndast á milli þeirra. „Það eru forréttindi að vera þessu starfi; að verða vitni að þessu gerast,“ segir hún um það þegar vinirnir hittast. Það sé hreinlega hægt að sjá breytingar á fólki þegar það fær félagsskap. Símtal getur skipt sköpum „Þessi einmana er alls staðar; hann er líka í þinni fjölskyldu,“ segir Hera þegar talið berst að því að fólk sé meðvitað um aðra í kringum sig í aðdraganda jóla. Hún segir eitt stutt símtal geta skipt sköpum. „Við erum oft að mikla þetta fyrir okkur, til dæmis ef við bjóðum fólki í mat... Þetta þarf ekki að vera átta rétta veisla. Bara mánudags-steikti fiskurinn. Það væru margir glaðir að fá að koma til þín og bara spjalla. Þetta þarf alls ekki að vera flókið.“ Hera segist ekki verða vör við aukningu í vinabeiðnum í aðdraganda jóla. Það sé frekar eftir jól, þegar fólk sé búið að upplifa þau eitt, sem fólk upplifir að þurfa aðstoð. „Jólin eru lögð upp sem fjölskylduhátíð og þegar þú ert einn og þér er ekki boðið í jólaboð eða svoleiðis þá auðvitað finnur þú það enn betur; þegar aðrir eru að hittast. Auðvitað finnur þú betur að þú ert einn.“ Þeir sem hafa áhuga á að eignast síma- eða heimsóknarvin geta sent Heru tölvupóst á netfangið hera@redcross.is, haft samband í síma 570-4000 eða hringt í hjálparsímann 1717. Þá er einnig hægt að hafa samband í gegnum netspjallið á raudikrossinn.is. Félagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira
Þetta segir Hera Hallbera Björnsdóttir, verkefnastjóri félagsverkefna hjá Rauða krossi Íslands, um nýjar niðurstöður lýðheilsuvaktar embætti landlæknis um einmanaleika meðal Íslendinga 18 ára og eldri. Samkvæmt þeim hefur einmanaleiki aukist á árinu samanborið við síðasta ár, mest í haust en í október sögðust 16,3 prósent svarenda hafa oft eða mjög oft fundið fyrir einmanaleika. Konur eru mun meira einmana en karlar en í október en hlutfallið meðal þeirra var 21,9 prósent og 10,8 prósent meðal karla í október. Þá vekur athygli að yngra fólk virðist upplifa einmanaleika mun meira en eldra fólk en 27 prósent einstaklinga á aldrinum 18 tli 34 ára sögðust í október hafa fundið oft eða mjög oft fyrir einmanaleika, á sama tíma og hlutfallið var 7,5 prósent meðal 55 ára og eldri. Mikil einangrun í kórónuveirufaraldrinum Rauði krossinn býður upp á vinaþjónustu þar sem fólk getur fengið síma- eða heimsóknavin. Hera segir hópinn sem óskar eftir þjónustunni eiga það sammerkt að glíma við þunglyndi, kvíða eða félagsfælni og að kórónuveirufaraldurinn hafi reynst honum erfiður. „Þetta er náttúrulega mikil einangrun sem hefur fylgt Covid og hræðsla við smit og afleiðingar þess,“ segir hún. „Og ef þú ert veikur fyrir verður allt svona erfiðara að takast á við og ennþá erfiðara að vera einn.“ Hera segir skjólstæðinga vinaverkefnanna endurspegla niðurstöður lýðheilsuvaktarinnar; meirihlutinn sé konur, enda séu þær almennt duglegri við að leita sér aðstoðar. Það sem hefur hins vegar breyst er að hópurinn sem vill fá við er að yngjast. Ástæðuna segir hún mögulega vera opnari umræðu um andleg veikindi. „Það er aukin umræða um andleg veikindi, í hvaða mynd sem þau birtast, og ég vona að þetta „stigma“ sé smám saman að hverfa. Fólki þykir sjálfsagðara að þurfa aðstoð og það virðist vera ófeimnara að leita eftir henni,“ segir Hera og bætir við að vonandi muni þessi þróun einnig hafa þau áhrif að karlar verði meira reiðubúnir að leita sér hjálpar. Töfrum líkast að sjá vináttu verða til Hvað varðar vinaverkefnin segir Hera þau almennt ganga „lygilega vel“. Þegar um er að ræða heimsóknarvini fer hún alltaf með í fyrsta sinn en hún segir það oft gerast að fólk nái fljótt saman, enda búið að para fólk saman áður eftir áhugamálum og öðru. En hvernig ber maður sig þá að því að eignast vin? „Það er náttúrulega fyrsta skrefið að hafa samband við okkur,“ svarar Hera. „Það er hægt að senda mér tölvupóst og svo er hægt að hringja í Rauða krossinn eða sækja um vin á heimasíðunni okkar. Svo ræðum við við viðkomandi um óskir og væntingar og annað slíkt. Eftir hverju verið er að leita; bæði hvernig vin hann vill fá og hver áhugamálin eru. Og svo reynum við að finna einhvern sem passar við það. Þetta er pínu eins og pöntunarlisti,“ segir Hera og hlær; hvort viltu konu, karl, ungan eða gamlan... „Við getum orðað þetta þannig að við reynum að mæta óskum og þörfum þeirra sem til okkar leita. Við erum með mjög breiðan sjálfboðaliðahóp.“ Sjálfboðaliðarnir eru á öllum aldri, sá elsti 85 ára, en gestgjafarnir svokallaðir eru á aldrinum 23 til 95 ára. Hera segir töfrum líkast að fylgjast með tengslum myndast á milli þeirra. „Það eru forréttindi að vera þessu starfi; að verða vitni að þessu gerast,“ segir hún um það þegar vinirnir hittast. Það sé hreinlega hægt að sjá breytingar á fólki þegar það fær félagsskap. Símtal getur skipt sköpum „Þessi einmana er alls staðar; hann er líka í þinni fjölskyldu,“ segir Hera þegar talið berst að því að fólk sé meðvitað um aðra í kringum sig í aðdraganda jóla. Hún segir eitt stutt símtal geta skipt sköpum. „Við erum oft að mikla þetta fyrir okkur, til dæmis ef við bjóðum fólki í mat... Þetta þarf ekki að vera átta rétta veisla. Bara mánudags-steikti fiskurinn. Það væru margir glaðir að fá að koma til þín og bara spjalla. Þetta þarf alls ekki að vera flókið.“ Hera segist ekki verða vör við aukningu í vinabeiðnum í aðdraganda jóla. Það sé frekar eftir jól, þegar fólk sé búið að upplifa þau eitt, sem fólk upplifir að þurfa aðstoð. „Jólin eru lögð upp sem fjölskylduhátíð og þegar þú ert einn og þér er ekki boðið í jólaboð eða svoleiðis þá auðvitað finnur þú það enn betur; þegar aðrir eru að hittast. Auðvitað finnur þú betur að þú ert einn.“ Þeir sem hafa áhuga á að eignast síma- eða heimsóknarvin geta sent Heru tölvupóst á netfangið hera@redcross.is, haft samband í síma 570-4000 eða hringt í hjálparsímann 1717. Þá er einnig hægt að hafa samband í gegnum netspjallið á raudikrossinn.is.
Félagsmál Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Innlent Fleiri fréttir Skoðar að tilkynna bensínstöðvamálið til ESA og nýtt líf með fjórhjóli Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Sjá meira