Veður

Bætir í vind með deginum og víða líkur á skúrum eða éljum

Atli Ísleifsson skrifar
Loftið eróstöðugt og því víða líkur á skúrum eða éljum.
Loftið eróstöðugt og því víða líkur á skúrum eða éljum. Vísir/Vilhelm

Það bætir í vind með morgninum og má búast við suðvestan átta til fimmtán metrum á sekúndu um hádegi, en heldur hvassara með suðurströndinni. Einnig hvessir um norðanvert landið í kvöld.

Á vef Veðurstofunnar segir að loftið sé óstöðugt og því víða líkur á skúrum eða éljum, en þurrt fyrir norðan og austan. Hiti verður á bilinu núll til fimm stig.

„Í fyrramálið koma hlý skil upp að landinu svo að það bætir í vindinn með rigningu um landið sunnan- og vestanvert. Skilin fara frekar hratt yfir og dregur úr úrkomunni eftir hádegi, en önnur gusa kemur á Suðurland annað kvöld.

Það verður hvasst um landið V-vert í fyrramálið og hinir venjulegu hviðustaðir í suðaustanátt (Kjalarnes, Hafnarfjall, norðanvert Snæfellsnesið o.fl) verða varasamir.

Það dregur úr vindi þar um hádegi, en þá bætir í vindinn fyrir norðan og er líklegt að verði hvöss sunnanátt inn Eyjafjörðinn, Skagafjörðinn og víðar fram á kvöld. Með skilunum hlýnar einnig og er líklegt að víða mælist tveggja stafa hitatölur, einkum í hnúkaþey norðan heiða.“

Spákortið fyrir klukkan 15.Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á fimmtudag: Sunnan 13-20 m/s og rigning eða súld, en þurrt á Norður- og Austurlandi. Hiti 4 til 10 stig.

Á föstudag: Minnkandi suðlæg átt og rigning eða súld með köflum, en þurrt á norðanverðu landinu fram undir kvöld. Hiti 2 til 7 stig.

Á laugardag: Suðlæg eða breytileg átt 5-10 m/s. Víða rigning með köflum, en úrkomulítið austanlands. Hiti breytist lítið.

Á sunnudag og mánudag: Sunnan og suðaustan 5-10 og dálítil væta, hiti 2 til 7 stig. Hægari vindur á Norður- og Austurlandi, þurrt og hiti kringum frostmark.

Á þriðjudag (vetrarsólstöður): Útlit fyrir suðaustlæga átt og úrkomulítið veður. Kólnar heldur, einkum fyrir norðan.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.