Innlent

Mútumál fær áheyrn hjá Hæstarétti

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Hæstiréttur mun taka málið fyrir. 
Hæstiréttur mun taka málið fyrir.  Vísir/Vilhelm

Hæstiréttur úrskurðaði samþykkti síðastliðinn föstudag beiðni um að taka fyrir mútumál. Málið varðar tvo karlmenn sem voru sakfelldir í Landsrétti fyrir umboðssvik og peningaþvætti en aðeins annar þeirra fyrir mútugreiðslur. 

Rúnar Már Sigurvinsson var í Landsrétti sakfelldur fyrir umboðssvik og Guðberg Þórhallsson fyrir hlutdeild í þeim. Þá var talið sannað að báðir, en að frumkvæði Rúnars Más, hafi í krafti stöðu sinnar hjá Isavia séð til þess að fyrirtækið keypti aðgangsmiða fyrir bílastæðahlið félagsins af Boðtækni á hærra verði en eðlilegt var og náð samkomulagi um að skipta með sér ávinningnum. Það er að þeir hafi keypt aðgangsmiða á bílastæðið af Boðtækni og selt þá Isavia á hærra verði. 

Þeir voru þá sakfelldir fyrir peningaþvætti og Rúnar Már sakfelldur fyrir mútugreiðslur í einkarekstri. Guðbergur var sýknaður af þeim ákærulið. 

Telur ákæruvaldið samkvæmt ákvörðun Hæstaréttar að sýkna Guðbergs sé röng að efni til. Þá muni afstaða Hæstaréttar í því máli, hvort Guðbergur hafi gerst brotlegur um mútugreiðslur í einkarekstri, vera fordæmisgefandi þar sem ákvæðinu sem um ræðir hafi ekki verið beitt með þeim breytingu sem tóku gildi árið 2008. Sé því mikilvægt að fá úrlausn Hæstaréttar um beitingu ákvæðisins og ákvörðunviðurlaga. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×