Erlent

Jens Stol­ten­berg sækir um stöðu seðla­banka­stjóra

Atli Ísleifsson skrifar
Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014.
Jens Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014. AP

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO), er í hópi umsækjenda sem vilja taka við starfi seðlabankastjóra Noregs.

Búið er að birta listann yfir umsækjendur, en norskir fjölmiðlar hafa áður fjallað um að Stoltenberg, sem er hagfræðingur að mennt, hefði hug á starfinu. Alls er 22 á listanum yfir umsækjendur, þar á meðal aðstoðarseðlabankastjórinn Ida Wolden Bache.

Seðlabankastjórinn Øystein Olsen tilkynnti fyrr á árinu um að hann vildi láta af störfum í febrúar á næsta ári.

Stoltenberg tók við stöðu framkvæmdastjóra NATO árið 2014, en hann gegndi embætti forsætisráðherra Noregs á árunum 2000 til 2001 og svo aftur frá 2005 til 2013.

Fari svo að Stoltenberg verði skipaður seðlabankastjóri Noregs gæti hann ekki tekið við fyrr en 1. október á næsta ári þar sem hann mun þurfa að klára skipunartímabil sitt sem framkvæmdastjóri NATO.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.