Mælt með að börn sem hafa fengið Covid-19 fái líka bólusetningu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. desember 2021 20:00 Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslunni á Höfuðborgarsvæðinu Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir hefur ákveðið að öllum fimm til ellefu ára börnum hér á landi verði boðin bólusetning gegn Covid 19. Sjúkdómurinn geti verið alvarlegur hjá börnum á þessum aldri og bólusetning minnki líkur á langtímaáhrifum. Bólusett verður í grunnskólum landsins. Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Skilaboð sóttvarnayfirvalda hafa lengi framan af verið að óþarfi væri að bólusetja börn gegn Covid-19 þar sem veikindi þeirra séu mun vægari en fullorðinna. Síðustu mánuði hefur hins vegar lang fjölmennasti hópur þeirra sem smitast verið á aldrinum 6-12 ára. Sóttvarnalæknir tilkynnti svo í dag að ákveðið hefði verið að bjóða öllum börnum á aldrinum 5-11 ára upp á bólusetningu. Ástæður þess væru meðal annars að COVID-19 geti verið alvarlegur sjúkdómur hjá börnum á þessum aldri. Virkni bólusetningar hjá börnum sé um 90%. Bólusetning barna minnkar líkur á langtíma áhrifum og alvarlegar aukverkanir eftir bólusetningu hafi enn sem komið er ekki verið tilkynntar. Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir framkvæmdastjóri hjúkrunar á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að 17 heilugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sjái um að bólusetja börn í 75 skólum á höfuðborgarsvæðinu. Hún segir að börnin fái Pfizer- bóluefni. „Þetta er Pfizer en daufari blanda en sama efni,“ segir Ragnheiður. Forráðamenn barna fá send til sín boð um að skrá börn sín. Ef foreldri kemst ekki með barninu sínu þá getur það í skráningarkerfinu sett hver á að fylgja barninu í bólusetningu,“ segir hún. Ragnheiður segir að tillit verði tekið til foreldra sem vilji hinkra með bólusetningu. „Fyrir þá foreldra sem vilja kannski bíða eða hugsa sig um þá verður í boði áfram að fá bólusetningu þannig að það verður alltaf opið hús fyrir þau börn,“ segir hún. Ragnheiður segir að líka sé mælt með bólusetningu fyrir börn sem hafa fengið Covid. „Þau þurfa að bíða í þrjá mánuði frá sýkingu þar til þau geta þegið bólusetningu,“ segir Ragnheiður.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Grunnskólar Börn og uppeldi Bólusetningar Tengdar fréttir Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44 Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Fleiri fréttir Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Sjá meira
Þórólfur gefur grænt ljós á bólusetningu barna fimm til ellefu ára Sóttvarnalæknir hefur gefið grænt ljós á bólusetningar barna á aldrinum fimm til ellefu ára og stendur til að hópurinn verði bólusettur eftir áramót. Framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins segir að um sé að ræða stórt verkefni. 13. desember 2021 13:44