Sakna milljarðs sem hafi komið í veg fyrir hamfarir á hjúkrunarheimilum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 13. desember 2021 14:48 Samband íslenskra sveitarfélaga óttast að óbreytt fjárlagafrumvarp boði niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Vísir/Vilhelm Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu og Samband íslenskra sveitarfélaga telja ljóst að verði fjárlagafrumvarp næsta árs samþykkt óbreytt með tilliti til framlaga til hjúkrunarheimila stefni í niðurskurð í rekstri hjúkrunarheimila. Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“ Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Samtökin tvö eru afar gagnrýnin á þau framlög sem eyrnamerkt eru hjúkrunarheimilum í fjárlagafrumvarpi næsta árs í umsögnum um fjárlagafrumvarpið. Milljarðurinn hafi komið í veg fyrir hamfarir í ár Í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu er bent á að ekki sé gert ráð fyrir sambærilegri eins miljarðs viðbót við rekstrargrunn hjúkrunarheimila sem kom til framkvæmda í ár. „Þessi innspýting í rekstur hjúkrunarheimila árið 2021 kom í veg fyrir hamfarir í rekstri þeirra, niðurskurð á þjónustu og starfsmannahaldi,“ segir í umsögninni. Segir þar að mikilvægt sé að þessum fjármunum verði bætt við í fjárlögin. Ella þurfi að skera niður þjónustu við íbúa hjúkrunarheimila. Kallað er eftir stórvægilegum lagfæringum á fjárlagafrumvarpinu í umsögn Samtaka fyrirtækja í velferðarþjónustu.Vísir/Vilhelm „Ef ekki verða gerðar stórvægilegar lagfæringar á fjárlagafrumvarpinu og fjárframlög til hjúkrunarheimila hækkuð á milli umræðna þá eru óhjákvæmilegar afleiðingar af því enn frekari niðurskurður í rekstri hjúkrunarheimilanna og þar með enn meiri skerðing á þjónustu til íbúa.“ Er að auki bent á óbreytt fjárlög geti gert það að verkum að ýmis sveitarfélög aðrir og rekstraraðilar geti ekki lengur staðið undir rekstri hjúkrunarheimila neyðist til að skila honum til ríkisins. Fjárlögin endurspegli ekki loforð í stjórnarsáttmála Umsögn Samband íslenskra sveitarfélaga er á svipuðum nótum þegar kemur að framlagi til hjúkrunarheimila í fjárlagafrumvarpinu. „Það eru mikil vonbrigði að fjárlagafrumvarpið endurspegli hvorki gefin loforð um fjármögnun hjúkrunarheimila né nýjan stjórnarsáttmála en þar segir að þróa verði heilbrigðiskerfið í takt við breytta samsetningu þjóðarinnar, mönnunarþörf og lífsstílssjúkdóma.“ Hjúkrunarheimilið Hlíð á AkureyriVísir/Tryggvi Er bent á að þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir tveggja milljarða hækkun til hjúkrunarheimila nægi það ekki, þar sem verulega virðist skorið niður á móti. Boði stórfelldan niðurskurð Þar beri helst að nefna að umræddur milljarður sem hafi afstýrt neyðarástandi á hjúkrunarheimilinum í sumar sé ekki að finna á fjárlögum næsta árs auk þess sem að ekki virðist gert ráð fyrir kostnaði hjúkrunarheimila við styttingu vinnuvikunnar. Þá sé ekki tekið nægjanlegt tillit til aukinnar hjúkrunarþyngdar, útlagakostnaðar eða verðlags-og launahækkana. „Reynist ofangreint rétt þá boðar fjárlagafrumvarp 2022 í raun stórfelldan niðurskurð á rekstri og þjónustu hjúkrunarheimila landsins.“
Eldri borgarar Heilbrigðismál Hjúkrunarheimili Sveitarstjórnarmál Fjárlagafrumvarp 2022 Tengdar fréttir Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Sjá meira
Þurfum að „bæta verulega í“ til að sjá í hælana á Norðurlandaþjóðunum Ísland er eftirbátur allra hinna Norðurlandanna þegar kemur að framlögum til heilbrigðisþjónustunnar - sérstaklega öldrunarþjónustu. Næstum því fjórum sinni fleiri liggja inni á spítalanum í bið eftir plássi á hjúkrunarheimili heldur en þeir sem liggja þar inni með Covid. 19. nóvember 2021 18:31