Nafn Manchester United var dregið úr skálinni þegar andstæðingur Villarreal var dreginn. Úr því að liðin höfðu verið saman í riðli þurfti að draga að nýju og dróst hitt Manchester-liðið, City, þá gegn Villarreal.
Þetta gæti hafa valdið ruglingi í kjölfarið því þegar Atlético Madrid hafði verið dregið inn í næsta einvígi virtist gleymst að hafa kúlu með nafni Manchester United með í skálinni.
UEFA kennir bilun í hugbúnaði um klúðrið og hefur staðfest að dregið verði aftur í sextán liða úrslitin. Dregið verður aftur klukkan 14:00. Sýnt verður frá drættinum á Vísi.
Following a technical problem with the software of an external service provider that instructs the officials as to which teams are eligible to play each other, a material error occurred in the draw for the UEFA Champions League Round of 16.
— UEFA (@UEFA) December 13, 2021
United kvartar sennilega lítið yfir þessari niðurstöðu enda dróst liðið gegn Paris Saint-Germain í fyrri drættinum.