Fótbolti

Dregið aftur í Meistaradeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Giorgio Marchetti og félagar hjá UEFA klikkuðu á drættinum í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Giorgio Marchetti og félagar hjá UEFA klikkuðu á drættinum í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. getty/Richard Juilliart

Dregið verður aftur í sextán liða úrslit Meistaradeildar Evrópu. Búið er að ógilda dráttinn sem fór fram í morgun.

Nafn Manchester United var dregið úr skálinni þegar andstæðingur Villarreal var dreginn. Úr því að liðin höfðu verið saman í riðli þurfti að draga að nýju og dróst hitt Manchester-liðið, City, þá gegn Villarreal.

Þetta gæti hafa valdið ruglingi í kjölfarið því þegar Atlético Madrid hafði verið dregið inn í næsta einvígi virtist gleymst að hafa kúlu með nafni Manchester United með í skálinni.

UEFA kennir bilun í hugbúnaði um klúðrið og hefur staðfest að dregið verði aftur í sextán liða úrslitin. Dregið verður aftur klukkan 14:00. Sýnt verður frá drættinum á Vísi.

United kvartar sennilega lítið yfir þessari niðurstöðu enda dróst liðið gegn Paris Saint-Germain í fyrri drættinum.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.