„Fólk þarf að gera upp við sig hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar“ Smári Jökull Jónsson skrifar 12. desember 2021 14:56 Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir sækjast bæði eftir oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir mættu í Silfur Egils á RÚV í morgun þar sem meðal annars var rætt um slaginn sem fram undan er þeirra á milli um oddvitasæti Sjálfstæðisflokksins í borginni. Eyþór hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan árið 2018 en Hildur lýsti því yfir á dögunum að hún ætlaði að bjóða sig fram í oddvitasætið í komandi prófkjöri. Hildur hefur verið borgarfulltrúi síðan 2018 en hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg Hildur segir aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn komist í meirihluta og geti tekið yfir borgina.Vísir/Vilhelm „Ég held að það þurfi ekki alltaf að vera einhver stórkostlegur meiningamunur þó fólk sækist eftir sama sætinu. Við sjáum það líka á þingi að fólk sækist eftir forystusætum jafnvel þó það sé enginn sérstakur meiningamunur,“ sagði Hildur aðspurð um slaginn fram undan. „Það sem fólk þarf þá að gera upp við sig er hvor aðilinn sé með meiri aðlaðandi framtíðarsýn, hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar og leiða okkur inn í meirihlutasamstarf. Ég býð mig fram því ég tel mig geta gert allt þetta.“ Hún segist ekki ætla að hallmæla Eyþóri. „Við erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum en við sækjumst eftir sama forystusæti. Heila málið er að vinna kosningar og komast í meirihluta. Í síðustu kosningum útilokuðu aðrir flokkar við okkur samstarf jafnvel þó við hefðum unnið kosningasigur. Það er staða sem við getum ekki fundið okkur aftur í.“ „Við þurfum að vera opin i alla enda og það sem mestu máli skiptir er að við getum myndað meirihluta með fólki sem á með okkur málefnalegan grundvöll og tekið yfir borgina. Það er markmið okkar Sjálfstæðismanna og okkur finnst kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg. „Framsókn vann merkilegan kosningasigur“ Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eyþór segist að það sé breiðari kór í borginni núna, miðað við fyrir fjórum árum síðan, sem er sammála um að það sé margt sem þarf að laga í borginni. „Ég tel að ég hafi náð þar hljómgrunni meðal mjög margra aðila í þjóðfélaginu. Það þarf að laga bæði samgöngu- og skipulagsmálin og við heyrum það mjög víða. Nú er komið að því að breyta í vor.“ Eyþór sagði að Sjálfstæðismenn vantaði samstarfsaðila í borgarstjórn og daðraði við Framsóknarflokkinn sem fékk engan mann kjörinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Við fengum 31% síðast, sem er umtalsvert meira en þingkosningar gáfu okkur. Ég held að við getum fengið jafnvel meira en það mun ekki duga þannig að okkur vantar samstarfsaðila. Við erum opin fyrir samstarfi, við höfum aldrei útilokað aðra flokka. “ „Framsókn vann mjög merkilegan kosningasigur í þingkosningum og nú er bara að sjá hverjir verða í framboði fyrir hvern flokk og þá sjáum við hverjir geta dansað saman.“ Hildur tók undir orð Eyþórs um Framsóknarflokkinn. „Framsóknarmenn hafa í gegnum söguna verið góðir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokksins. Ég veit auðvitað ekki hverjir bjóða sig fram í borginni eða hvaða áherslur þeir munu setja.“ Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Eyþór hefur verið oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík síðan árið 2018 en Hildur lýsti því yfir á dögunum að hún ætlaði að bjóða sig fram í oddvitasætið í komandi prófkjöri. Hildur hefur verið borgarfulltrúi síðan 2018 en hún var í öðru sæti á lista Sjálfstæðismanna í síðustu kosningum. Kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg Hildur segir aðalmálið að Sjálfstæðisflokkurinn komist í meirihluta og geti tekið yfir borgina.Vísir/Vilhelm „Ég held að það þurfi ekki alltaf að vera einhver stórkostlegur meiningamunur þó fólk sækist eftir sama sætinu. Við sjáum það líka á þingi að fólk sækist eftir forystusætum jafnvel þó það sé enginn sérstakur meiningamunur,“ sagði Hildur aðspurð um slaginn fram undan. „Það sem fólk þarf þá að gera upp við sig er hvor aðilinn sé með meiri aðlaðandi framtíðarsýn, hvor aðilinn sé líklegri til að vinna kosningar og leiða okkur inn í meirihlutasamstarf. Ég býð mig fram því ég tel mig geta gert allt þetta.“ Hún segist ekki ætla að hallmæla Eyþóri. „Við erum samherjar í Sjálfstæðisflokknum en við sækjumst eftir sama forystusæti. Heila málið er að vinna kosningar og komast í meirihluta. Í síðustu kosningum útilokuðu aðrir flokkar við okkur samstarf jafnvel þó við hefðum unnið kosningasigur. Það er staða sem við getum ekki fundið okkur aftur í.“ „Við þurfum að vera opin i alla enda og það sem mestu máli skiptir er að við getum myndað meirihluta með fólki sem á með okkur málefnalegan grundvöll og tekið yfir borgina. Það er markmið okkar Sjálfstæðismanna og okkur finnst kominn tími á það fyrir löngu síðan að við höfum áhrif í þessari borg. „Framsókn vann merkilegan kosningasigur“ Eyþór Arnalds er oddviti Sjálfstæðismanna í borginni.Vísir/Vilhelm Eyþór segist að það sé breiðari kór í borginni núna, miðað við fyrir fjórum árum síðan, sem er sammála um að það sé margt sem þarf að laga í borginni. „Ég tel að ég hafi náð þar hljómgrunni meðal mjög margra aðila í þjóðfélaginu. Það þarf að laga bæði samgöngu- og skipulagsmálin og við heyrum það mjög víða. Nú er komið að því að breyta í vor.“ Eyþór sagði að Sjálfstæðismenn vantaði samstarfsaðila í borgarstjórn og daðraði við Framsóknarflokkinn sem fékk engan mann kjörinn í síðustu borgarstjórnarkosningum. „Við fengum 31% síðast, sem er umtalsvert meira en þingkosningar gáfu okkur. Ég held að við getum fengið jafnvel meira en það mun ekki duga þannig að okkur vantar samstarfsaðila. Við erum opin fyrir samstarfi, við höfum aldrei útilokað aðra flokka. “ „Framsókn vann mjög merkilegan kosningasigur í þingkosningum og nú er bara að sjá hverjir verða í framboði fyrir hvern flokk og þá sjáum við hverjir geta dansað saman.“ Hildur tók undir orð Eyþórs um Framsóknarflokkinn. „Framsóknarmenn hafa í gegnum söguna verið góðir samstarfsaðilar Sjálfstæðisflokksins. Ég veit auðvitað ekki hverjir bjóða sig fram í borginni eða hvaða áherslur þeir munu setja.“
Borgarstjórn Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent