„Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 10. desember 2021 23:52 Einar Bjarnason, rekstrarstjóri Bláfjalla, er að vonum hæstánægður með opnun fyrir jól. Stöð 2 Skíðasvæðið í Bláfjöllum var opnað í gær fremur skyndilega eftir mikla snjókomu aðfaranótt miðvikudags og fjölmennti skíðafólk í brekkurnar í dag. Nokkur ár eru síðan það tókst síðast að opna svæðið fyrir jól. Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“ Skíðasvæði Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira
Nokkur þúsund manns lögðu leið sína í Bláfjöll í dag á þessum öðrum degi opnunar svæðisins. Óvíst var hvort að það næðist að opna svæðið fyrir jól. Töluvert kyngdi hins vegar niður af snjó í síðustu viku og aðfaranótt miðvikudagsins bætti svo verulega í. „Þá var bara ekkert annað að gera en að opna,“ segir Einar Bjarnason rekstarstjóri Bláfjalla en starfsfólk skíðasvæðsins hefur haft í nógu að snúast við að gera brekkurnar klárar í gær og í dag. Það þykir nokkuð gott að ná að opna svæðið fyrir jól enda hefur það ekki verið venjan síðustu ár. „Við erum rosa ánægðir. Við segjum alltaf við opnum fyrir jól en það mistekst rosa oft en það tókst núna þannig að við erum ánægðir. Ég myndi segja svona fimm sex ár síðan við opnuðum svona snemma.“ Númer tvö Einar segir skíðafólk hafa flykkst að í dag og allir verið sáttir enda hafi færið verið gott. Gleðin hafi verið alsrándi meðal gesta fjallsins. „Eins og beljurnar þegar þær fara út á vorin.“ Reyna á að hafa áfram opið um helgina ef aðstæður leyfa. „Það bara á að vera opið alla daga ef hægt er en svo er það bara veðrið hérna fyrir ofan sem að stjórnar því svolítið en við vonum það besta bara.“ Flest skíðasvæði landsins eru enn lokuð og opnun Bláfjalla heyrir því til tíðinda. „Það er búið að opna Tindastól. Þeir voru klárlega fyrstir en við vorum númer tvö og við erum ekki sáttir við það. Við verðum fyrstir á næsta ári.“ Einar segir oft þétt skíðað á góðum dögum í brekkunum en veður var stillt framan af degi. „Á góðum degi þá getum við alveg farið upp í sjö þúsund en fimm þúsund er alveg fínt sko. Hitt er of mikið.“
Skíðasvæði Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Fleiri fréttir Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Sjá meira