Ekkert benti til refsiverðrar háttsemi lögreglu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. desember 2021 11:31 Frá vettvangi í Dalsseli í ágúst. Vísir/Egill Héraðssaksóknari hefur hætt rannsókn á viðbrögðum lögreglu við skotárás í Dalseli á Egilsstöðum þann 26. ágúst í fyrra. Saksóknari segir ekkert hafa komið fram sem gefið hafi til kynna refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu. Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur. Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Austurfrétt greindi fyrst frá. Friðrik Smári Björgvinsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara, segir í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu að samkvæmt lögreglulögum skuli héraðssaksóknari rannsaka atvik þegar maður lætur lífið, hann verði fyrir stórfelldu líkamstjóni eða lífi manns er hætta búin í tengslum við störf lögreglu, óháð því hvort grunur sé um refsivert brot. Við slíkar rannsóknir hafi lögreglumönnum verið gefin réttarstaða sakborninga. Svo hafi verið gert við tvo lögreglumenn við rannsókn þessa máls. „Ekkert kom fram við rannsóknina sem benti til að um hafi verið að ræða refsiverða háttsemi af hálfu lögreglu og því hefur sá hluti málsins verið látinn niður falla með vísan til 145. gr. laga um meðferð sakamála nr. 88/2008. Lögreglumönnunum var tilkynnt um ákvörðunina í síðustu viku,“ segir Friðrik Smári. Ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu Það var á tíunda tímanum að kvöldi 26. ágúst sem Lögreglunni á Austurlandi barst tilkynning um vopnaðan mann sem hafði uppi hótanir um að beita vopni. Þar var á ferðinni karlmaður á fimmtugsaldri sem ætlaði að eiga samskipti við barnsföður kærustu sinnar sem býr í götunni. Mætti hann þangað vopnaður Beretta A87 Target skammbyssu. Skothvellir heyrðust úr húsinu og var maðurinn síðar skotinn í kviðinn af lögreglu. Voru viðbrögð lögreglu til rannsóknar hjá héraðssaksóknara sem hefur nú hætt þeirri rannsókn. Kröfur um milljónir í bætur Byssumaðurinn sætir ákæru fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. Þá hefur réttargæslumaður brotaþola lagt fram einkaréttarkröfur fyrir þeirra hönd. Það er fyrir hönd sambýliskonu mannsins, barnsföður hennar og tveggja sona þeirra. Barnsfaðirinn gerir þá kröfu að maðurinn greiði honum rúmar 2,9 milljónir króna í miskabætur. Gerð er krafa fyrir hönd unglingsdrengjanna tveggja að byssumaðurinn greiði þeim 2,5 milljónir króna hvorum í miskabætur. Þá gerir móðir drengjanna, sambýliskona byssumannsins, kröfu um að hann greiði sér 1,5 milljón króna í miskabætur.
Skotinn af lögreglu á Egilsstöðum Dómsmál Lögreglan Lögreglumál Múlaþing Tengdar fréttir Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02 Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03 Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06 Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Sjá meira
Byssumaðurinn meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps Ákæra á hendur manninum, sem var skotinn af lögreglunni á Egilsstöðum í ágúst eftir að hann skaut af byssu á íbúðarhús í Dalseli, hefur verið birt. Maðurinn er meðal annars ákærður fyrir tilraun til manndráps, húsbrot, eignaspjöll, vopnalagabrot og brot í nánu sambandi. 29. nóvember 2021 11:02
Byssumaðurinn á Egilsstöðum ákærður Héraðssaksóknari hefur gefið út ákæru á hendur karlmanni, sem skaut á hús í Dalseli á Egilsstöðum í ágúst. Maðurinn var skotinn af lögreglu og fluttur á Landspítala þar sem hann lá á gjörgæslu í nokkurn tíma. Hann var síðar úrskurðaður í gæsluvarðhald. 22. nóvember 2021 11:03
Bæjarbúar skelkaðir og þeim boðin áfallahjálp Íbúar á Egilsstöðum eru slegnir eftir að lögregla skaut mann þar í gærkvöldi. Líðan skotmannsins er stöðug en hann gekkst undir aðgerð í nótt eftir að hafa orðið fyrir skoti í kviðinn. 27. ágúst 2021 21:06
Hrósar lögreglu í hástert fyrir viðbrögð í gærkvöldi Íbúi í Dalseli á Egilsstöðum segir lögreglu á Austfjörðum hafa staðið sig afar faglega á vettvangi þegar vopnaður karlmaður á fimmtugsaldri var skotinn í gærkvöldi. Hann segir byssumanninn hafa dritað kúlum og haglaskotum um allt. 27. ágúst 2021 16:24