Fótbolti

Elías á bekknum er Midtjylland missti af sæti í 32-liða úrslitum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Elías Rafn Ólafsson horfði á lið sitt missa af sæti í 32-liða úrslitum af bekknum.
Elías Rafn Ólafsson horfði á lið sitt missa af sæti í 32-liða úrslitum af bekknum. Getty/Jose Manuel Alvarez

Elías Rafn Ólafsson þurfti að sætta sig við bekkjarsetu er Midtjylland gerði markalaust jafntefli gegn Ludogorets Razgrad og missti þar með af sæti í 32-liða úrslitum Evrópudeildarinnar.

Elías og félagar þurftu á sigri að halda til að koma sér í útsláttakepnni Evrópudeildarinnar, en fyrir leikinn var liðið í þriðja sæti F-riðils, tveimur stigum á eftir Rauðu stjörnunni sem sat í efsta sæti.

Efstu tvö lið riðilsins, Rauða stjarnan og SC Braga, mættust innbyrgðis í kvöld, og því ljóst að sigur myndi koma Midtjylland upp fyrir í það minnsta annað liðið.

Rauða Stjarnan og Braga skildu jöfn, 1-1, og því hefði eitt mark dugað Elíasi og félögum til að komast áfram.

Markið kom hins vegar ekki, og Midtjylland þarf því að gera sér þriðja sæti riðilsins, og sæti í útsláttakeppni Sambandsdeildarinnar að góðu.

Úrslit kvöldsins

E-riðill

Lazio 0-0 Galatasaray

Marseille 1-0 Lokomotiv Moskva

F-riðill

Ludogorets Razgrad 0-0 Midtjylland

Rauða Stjarnan 1-1 SC Braga

G-riðill

Celtic 3-2 Real Betis

Ferencvaros 1-0 Bayer Leverkusen

H-riðill

Genk 0-1 Rapid Vín

West Ham 0-1 Dinamo Zagreb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×