Fótbolti

Mbappé yngstur til að skora þrjátíu mörk í Meistaradeildinni

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Kylian Mbappé verður 23 ára eftir tæplega tvær vikur, en hann hefur nú þegar skorað þrjátíu mörk í Meistaradeild Evrópu.
Kylian Mbappé verður 23 ára eftir tæplega tvær vikur, en hann hefur nú þegar skorað þrjátíu mörk í Meistaradeild Evrópu. Catherine Steenkeste/Getty Images

Franska ungstirnið Kylian Mbappé varð í kvöld yngsti leikmaðurinn í sögunni til að skora þrjátíu mörk í Meistaradeild Evrópu. 

Það gerði hann strax á annarri mínútu í 4-1 sigri PSG gegn Club Brugge, en Mbappé er enn aðeins 22 ára gamall. Mbappé bætti svo um betur þegar hann skoraði annað mark liðsins fimm mínútum síðar

Lionel Messi skoraði hin tvö mörk Parísarliðsins í kvöld, en hann átti einmitt metið fyrir leik kvöldsins. Messi var 23 ára og 131 dags gamall þegar hann skoraði sitt þrítugasta Meistaradeildarmark, en Mbappé er 22 ára og 352 daga gamall. 

Messi fyrirgefur liðsfélaga sínum líklega fyrir að bæta metið sitt, en Mbappé lagði upp fyrra mark Messi í kvöld. Club Brugge var 38. liðið sem Messi skorar gegn í Meistaradeildinni og hann jafnaði þar með met Cristiano Ronaldo.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.