Erlent

Fjögurra manna fjöl­skylda talin af eftir elds­voða í Noregi

Atli Ísleifsson skrifar
Eldurinn kom upp í húsi í Berger í sveitarfélaginu Svelvik, suður af Drammen, í nótt.
Eldurinn kom upp í húsi í Berger í sveitarfélaginu Svelvik, suður af Drammen, í nótt. EPA

Fjórir eru taldir af eftir að mikill eldur kom upp í húsi í Svelvik, suðvestur af norsku höfuðborginni Osló í nótt. Par með tvö börn voru skráð til heimilis í húsinu og er talið að þau hafi farist í brunanum.

Torgeir Andersen, slökkviliðsstjóri í Drammen, staðfestir í samtali við NRK að heimilisfaðirinn hafi verið starfsmaður slökkviliðsins.

Slökkvilið var kallað út um hálf þrjú í nótt að staðartíma eftir að tilkynning barst um að eldur væri á jarðhæðinni. Húsið er í Berger í sveitarfélaginu Svelvik, suður af Drammen.

Mikill eldur var í húsinu þegar slökkvilið bar að garði og hafi verið ómögulegt fyrir slökkviliðsmenn að fara inn í húsið.

Andersen segir að starfsmenn slökkviliðsins muni koma saman á stöðinni þar sem þeim verður veitt áfallahjálp.

EPAAthugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.