Innlent

Tíu hafa greinst með omíkron hér á landi

Árni Sæberg skrifar
Sýnataka á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins.
Sýnataka á Suðurlandsbraut hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Vísir/Vilhelm

Í gær greindust 110 einstaklingar smitaðir af kórónuveirunni. Tíu einstaklingar hafa verið greindir með omíkron-afbrigði veirunnar frá því að það barst hingað til lands.

Af þeim 110 sem greindust smitaðir voru 52 í sóttkví við greiningu. Þá greindust tveir þeirra á landamærunum.

1470 eru nú í einangrun og 1888 í sóttkví. Í fréttatilkynningu Almannavarna segir að smitrakning gangi vel.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.