Stjórnarandstaðan kallar fjárlagafrumvarpið bráðabirgðafrumvarp Heimir Már Pétursson skrifar 3. desember 2021 19:21 Stjórnarandstaðan reiknar með að ráðherrar ríkisstjórnarinnar muni leggja fram fjölmargar breytingar á nýframkomnu fjárlagafrumvarpi og því sé frumvarið eins konar bráðabirgðafrumvarp. Vísir/Vilhelm Stjórnarandstaðan gerir miklar athugasemdir við fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar sem nú er til umræðu á Alþingi og kallar það bráðabirgðafrumvarp. Ekki er víst að þingið nái að ljúka afgreiðslu frumvarpsins fyrir jól. Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar reikna með að ríkisstjórnin eigi eftir að koma fram með fjölmargar breytingar á fjárlagafrumvarpinu sem lagt var fram með skömmum fyrirvara í vikunni. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins segir frumvarpið bera það með sér hvað það væri lagt fram með skömmum fyrirvara. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson segir fjármálafrumvarpið kerfisfrumvarp sem ekki væri ætlast til að stjórnarandstaðan hefði mikið um að segja.Vísir/Vilhelm „Enda heyrir maður núna aðeins frá stjórnarliðum að þeir séu byrjaðir að velta fyrir sér að það þurfi að gera talsverðar breytingar á fjárlagafrumvarpinu í nefndinni. Frumvarpi sem er nýbúið að leggja fram,“ sagði Sigmundur Davíð. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir þingmaður Viðreisnar vitnaði í Bjarna Beneditksson fjármálaráðherra þegar hann mælti fyrir frumvarpinu. Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir segir engu líkara en fjármálaráðherra hafi lagt fram drög að fjárlagafrumvarpi.Vísir/Vilhelm „Það sem hæstvirtur fjármálaráðherra boðaði hér þegar hann lagði fram þetta frumvarp. Að væntanlegar væru töluverðar breytingar. Ég skildi hann með þeim hætti að hann væri hér að leggja fram kannski í besta falli eitthvað sem hægt væri að kalla drög að fjárlagafrumvarpi,“ sagði Þorbjörg Sigríður og velti fyrir sér áhrif þess á afgreiðslu þingsins. Sigmundur Davíð sagði þetta vera kerfisfrumvarp og laust við alla pólitík. „Ef ríkisstjórnin ætlaði að standa við fyrirheitið úr síðasta stjórnarsáttmála um eflingu Alþingis, ég sé að þau endurtóku ekki þann brandara í nýja sáttmálanum; en ef hún hefði ætlað að gera það og leyfa þinginu að hafa raunveruleg áhrif á fjárlögin, þá væri þetta kannski jákvætt. En því miður munum við líklega horfa upp á það að ríkisstjórnin mun einfaldlega vilja nýta tímann til að gera áframhaldandi breytinigar fyrir sjálfa sig og fyrir ráðherra stjórnarinnar,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Fjárlagafrumvarp 2022 Viðreisn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05 Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Kristrún fundar með Selenskí og öðrum leiðtogum í dag Heimilisofbeldi og umsátur varði samfélagið allt Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Enn eigi margir eftir að gera upp hug sinn um aðildarviðræður Vonast til að uppsagnir leiði ekki til flutnings fólks af svæðinu Sjá meira
Ekki víst að fjárlög verði afgreidd fyrir jól Formaður fjárlaganefndar gerir ráð fyrir að fyrstu umræðu um fjárlagafrumvarpið ljúki í dag. Það hafi verið klaufaskapur að senda frumvarpið út til umsagnar áður en umræður hófust um það á Alþingi og hún hafi lært af þeirri reynslu. Hugsanlegt er að Alþingi þurfi að funda á milli jóla og nýárs. 3. desember 2021 12:05
Tekist á um fjárlagafrumvarp undir tímapressu á Alþingi Fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Fjármálaráðherra segir frumvarpið styðja við uppbyggingu á flestum sviðum og góða opinbera þjónustu án þess að skera þurfi niður eða hækka skatta. Stjórnarandstaðan segir frumvarpið hins vegar marka kyrrstöðu og samdrátt á sumum sviðum. 2. desember 2021 19:20