Innlent

Sunna Valgerðardóttir í Kompás

Tinni Sveinsson skrifar
Erla Björg, Sunna og Kolbeinn Tumi skipa Kompás í nýrri þáttaröð. 
Erla Björg, Sunna og Kolbeinn Tumi skipa Kompás í nýrri þáttaröð.  Vísir/Ragnar

Sunna Valgerðardóttir er nýr liðsmaður fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar þar sem hún mun sinna fréttamennsku á öllum miðlum. Sunna mun einnig hafa umsjón með fréttaskýringaþættinum Kompás ásamt Erlu Björgu Gunnarsdóttur, ritstjóra fréttastofu, og Kolbeini Tuma Daðasyni fréttastjóra. 

Sunna hefur tólf ára reynslu af blaða- og fréttamennsku. Síðustu átta ár hefur hún starfað á fréttastofu RÚV með viðkomu á Kjarnanum og fyrir það var hún blaðamaður á Fréttablaðinu.

Kompás var endurvakinn fyrir tveimur árum og hefur á þeim tíma fengið blaðamannaverðlaun og tilnefningu til Edduverðlauna. Adelina Antal og Arnar Halldórsson halda utan um framleiðslu, klippingu og myndatöku.

Kompás er vettvangur allra fréttamanna fréttastofunnar til að kafa dýpra í mál og gera vandaðar fréttaskýringar sem svo er fylgt vel eftir á öllum miðlum fréttastofu. Ný þáttaröð fer á dagskrá á Vísi og Stöð 2 eftir áramót.

Hér má finna þætti Kompáss á Vísi.


Ert þú með hugmynd að umfjöllunarefni fyrir Kompás? Ritstjórn tekur við ábendingum á netfangið kompas@stod2.is . Fullum trúnaði heitið.


Tengdar fréttir

Kompás hlaut Blaðamannaverðlaun fyrir viðtal ársins

Blaðamannaverðlaun fyrir árið 2019 voru afhent í gær og voru verðlaun veitt í fjórum flokkum: fyrir bestu umfjöllunina, viðtal ársins, rannsóknarblaðamennsku og blaðamannaverðlaun ársins. Verðlaunin voru afhent í Blaðamannaklúbbnum í húsakynnum Blaðamannafélags Íslands.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.