Erlent

Heimila lánadrottnum að hafa samband við skuldara í gegnum samfélagsmiðla

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Nú mega Bandaríkjamenn eiga von á því að fá skilaboð frá lánadrottnum í gegnum samfélagsmiðla.
Nú mega Bandaríkjamenn eiga von á því að fá skilaboð frá lánadrottnum í gegnum samfélagsmiðla.

Bandarískir lánadrottnar mega nú senda skuldurum innheimtuskilaboð á samfélagsmiðlum og í gegnum smáskilaboð. Gagnrýnendur segja breytinguna geta leitt til þess að fjöldi skilaboða muni fara framhjá fólki og að um sé að ræða enn eina leiðina fyrir óprúttna aðila að svindla á grandalausum einstaklingum.

Um er að ræða breytingu af hálfu Consumer Financial Protection Bureau (CFPB) en umræddar reglur byggja á löggjöf sem var samþykkt árið 1977; löngu áður en samfélagsmiðlar komu til sögunnar. 

Í nýju reglunum er ekki kveðið á um hversu mörg skilaboð lánadrottnar mega senda hverjum og einum skuldara en það er hins vegar tekið fram að þeim er ekki heimilt að birta skilaboð á Facebook-síðum einstaklinga.

Lánadrottnar mega enn fremur hringja sjö símtöl á viku fyrir hverja og eina skuld, sem þýðir að þeir sem eru með fleiri ógreiddar skuldir gætu átt von á tugum símtala á viku.

Gagnrýnendur segja hættu á að neytendur muni fara á mis við skilaboðin frá lánadrottnum, sérstaklega þar sem internetsamband er stopult. Þá sé hætta á því að skilaboð um persónuleg málefni fólks, það er að segja skuldir þess, séu sendar á rangan aðila.

Samkvæmt CBS News hefur þriðjungur fullorðinna Bandaríkjamanna lent í því að skuldir þeirra séu sendar í innheimtu og því gætu reglubreytingarnar varðað milljónir manna.

BBC greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.