Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Samúel Karl Ólason skrifar
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður
Erla Björg Gunnarsdóttir fréttaþulur fréttamaður

Í fréttum okkar á samtengdum rásum Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö segjum við frá því að allt að sjö manns hafa greinst með nýjasta afbrigði kórónuveirunnar, omíkron hér á landi. Fólkið tengist og er því enn möguleiki að veiran hafi ekki náð að dreifa sér í samfélaginu eins og víða erlendis.

Við fylgjumst með fyrstu skrefum nýs Alþingis en fyrsta umræða um fjárlagafrumvarp ríkisstjórnarinnar hófst í dag. Karpið er byrjað þar sem stjórn og stjórnarandstaðan eru alveg ósammála um ágæti þess.

Hlaupið úr Grímsvötnum brýst núna fram á Skeiðarársandi með vaxandi þunga og var vatnsrennsli í Gígjukvísl í dag orðið tífalt miðað við árstíma. Veðurstofan sagði í tilkynningu nú síðdegis að Grímsvötn séu tilbúin að gjósa. Engin merki hafa þó enn sést um það.

Enn finnst mygla í skólahúsnæði en nú kemur fram að rífa þarf hluta af Hagaskóla eftir að svæsin mygla fannst í húsnæðinu. Allt kapp er lagt á að uppræta mygluna svo hægt verði að hefja kennslu þar að nýju, en á meðan fer kennsla að stærstum hluta fram á Hóteli Sögu og Háskólabíói.

Þá verður farið í annan skóla í fréttatímanum eða jólasveinaskólann í Lundúnum. Þar er þó ekki mygla heldur fullt út af dyrum af tilvonandi jólasveinum sem vilja læra allt um hátíðina. Þetta og margt fleira í fréttatíma Stöðvar 2 og Bylgjunnar klukkan hálf sjö.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.