Lífið

Jóhanna Guð­rún birtir fyrstu með­göngu­myndina

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni.
Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Instagram/Jóhanna Guðrún

Söngkonan Jóhanna Guðrún birti í gær fallega mynd sem virðist hafa verið tekin fyrir eða eftir útgáfutónleika hennar í Háskólabíói á sunnudag. 

Jóhanna Guðrún á von á barni á næsta ári með kærasta sínum, Ólafi Friðriki Ólafssyni. Fyrir á hún tvö börn með tónlistarmanninum Davíð SIgurgeirssyni, en þau skildu fyrr á árinu. 

Jóhanna Guðrún blómstrar á meðgöngunni.  Í helgarviðtali Lífsins um helgina sagði söngkonan að hún væri komin yfir mestu ógleðina.  Fyrstu vikurnar á öllum meðgöngunum hefur Jóhanna Guðrún verið að kljást við mikla ógleði, höfuðverki, orkuleysi og svima. Meðgöngurnar hafa svo gengið vel eftir að þessu tímabili lýkur.

„Þessir þrír, fjórir mánuðir í byrjun eru bara ógeðslegir fyrir mig.“

Hún stefnir á að syngja áfram á meðgöngunni eins og á fyrri tveimur, en ætlar þó að passa betur upp á sig.

„Ég er að einblína á börnin mín núna og að sinna þeim vel og taka þessi flottu verkefni sem ég er að gera föstum tökum. Ég prjónaði alveg yfir mig á síðustu meðgöngu og ég hugsa að ég ætli ekki að gera það núna, ég fór alveg fram úr mér. Það er gaman að vita að maður getur þetta en ég á tvö börn fyrir núna, það er öðruvísi en að vera með eitt barn fyrir. “


Tengdar fréttir

Skipuleggur sig út frá því sem skiptir mestu máli

„Ég er virkilega spennt og hlakka mikið til, þetta verður mjög skemmtilegt,“ segir Jóhanna Guðrún Jónsdóttir sem á sunnudag heldur útgáfutónleika í Háskólabíói fyrir plötu sína Jól með Jóhönnu.

DJ Muscle boy og Jóhanna Guðrún saman á toppi Íslenska listans

Íslenski listinn fór skemmtilega af stað í dag með heitustu lögum okkar Íslendinga. Ég ákvað samhliða listanum að fara í spennandi ferðalag um tónlistarsöguna, í svokallaða tónlistar-tímavél, og skoða hvaða lög sátu á toppnum fyrir 10 og 20 árum síðan. Skoðum það aðeins!

Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni.

Ætlar ekki að eyða jólunum ein

Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.