Lífið

Jóhanna Guðrún á von á þriðja barninu

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Jóhanna Guðrún er ein ástsælasta söngkona landsins.
Jóhanna Guðrún er ein ástsælasta söngkona landsins. Vísir/Vilhelm

Söngkonan Jóhanna Guðrún Jónsdóttir á von á sínu þriðja barni. Eins og kom fram í fjölmiðlum í dag er Jóhanna Guðrún byrjuð aftur í sambandi með Ólafi Friðriki Ólafssyni.

MBL.is sagði fyrst frá því að þau eigi von á barni saman en samkvæmt heimildum Vísis er hún komin rúma þrjá mánuði á leið. Ný ljósmynd af Jóhönnu Guðrúnu syngja í brúðkaupi á dögunum hefur verið í dreifingu á samfélagsmiðlum síðustu daga, en Jóhanna Guðrún hefur ekki tilkynnt opinberlega sjálf að hún sé barnshafandi. 

Jóhanna Guðrún og Ólafur voru par í nokkur ár og voru saman þegar hún lenti í öðru sæti í Eurovision. Þau byrjuðu svo að hittast aftur eftir að söngkonan skildi fyrr á þessu ári.  Fyrir á Jóhanna Guðrún tvö börn með fyrrverandi eiginmanni sínum. 

Jóhanna Guðrún gaf út nýtt lag í dag og er á fullu að undirbúa sig fyrir jólatónleika sem hún ætlar að halda í Háskólabíó. 


Tengdar fréttir

Ætlar ekki að eyða jólunum ein

Jóhanna Guðrún gefur út hresst jólalag í dag. Lagið heitir einfaldlega Ætla ekki að eyða þeim ein. Lag og texta samdi Ásgeir Orri Ásgeirsson en hann sá einnig um upptökustjórn.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.