Kröfum landeigenda á Látrum um að byggingar verði fjarlægðar hafnað Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. desember 2021 22:01 Frá Látrum þar sem sjá má Sjávarhúsið, viðbyggingin fremst á myndinni og svo skúrana lengst í burtu. Reynir Elís Þorvaldsson Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur hafnað kröfum eins af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík í friðlandinu á Hornströndum þess efnis að ákvörðun Ísafjarðarbæjar um að fjarlægja ekki fimm smáhýsi og viðbyggingu við Sjávarhúsið svokallaða verði ógilt. Deilurnar hafa staðið yfir lengi. Deilurnar má rekja til þess að fulltrúi Miðvíkur ehf, sem er einn af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík, krafðist þess að smáhýsin fimm, sem reist voru á sínum tíma í fjörukambinum að Látrum í Aðalvík yrðu fjarlægð, sem og viðbygging við Sjávarhúsið svokallaða. Smáhýsin fimm og viðbyggingin við Sjávarhúsið væru að mati Miðvíkur óleyfisframkvæmdir. Lítil grenndaráhrif að mati bæjarins Deilurnar hafa staðið yfir í um nokkurt skeið, meðal annars hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísað frá kröfu Miðvíkur um að Sjávarhúsið yrði fjarlægt árið 2018. Göngugarpar ferjaðir að Látrum í gúmmíbát. Fjölmargir gönguhópar hefja göngu á Hornströndum á Látrum á hverju sumri.Vísir/Sunna Karen Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hafnaði kröfum Miðvíkur í vor, meðal annars á þeim grundvelli að smáhýsin hefðu lítil grenndaráhrif og aðrir eigendur Látra hefðu ekki gert athugasemdir við viðbygginguna við Sjávarhúsið. Miðvík skaut þeirri niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fór fram á að ákvörðunirnar yrðu ógiltar. Telja að byggingafulltrúinn geti ekki sætt sig við umfang eignarhalds Miðvíkur Vildi Miðvík meina að samkvæmt reglum sem gildi um svæðið væri aðeins leyfilegt að reisa á fjörukambinum tvær byggingar, hin svokölluðu „Húsið við sjóinn“ og „Guðnahús“. Bæði þessi réttindi væru í eigu Miðvíkur ehf. Byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar hafði hafnað því að verða við kröfu Miðvíkur.Vísir/Vilhelm Þá taldi Miðvík að leyfi allra landeigenda þurfi til að raska friðlandinu, eigendur smáhýsanna hafi ekki sótt um tilskilin leyfi og það sama gilti um eigendur viðbyggingarinnar við Sjávarhúsið. Þá virtist Miðvík það vera svo að byggingarfulltrúinn gæti ekki sætt sig við að félagið væri eigandi helmings alls lands að Látrum í Aðalvík. Ísafjarðarbær beitti þeim rökum fyrir sig að nokkuð hafi verið liðið frá því að umrædd smáhýsi hafi verið sett upp og að Miðvík hafi verið eini eigandinn af fjölmörgum eigendum að Látrum sem sett hafi sig upp á móti þeim. Göngumaður virðir fyrir sér skúrana að Látrum.Golli Smáhýsunum fylgdu engin sérstök grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt og hafi því ekki verið borið við af hálfu Miðvíkur. Þá þyrfti sterk rök til þess að beita jafn íþyngjandi úrræðum og þvingunarrúræðum, þau hafi Miðvík ekki fært fram. Sömu rök ættu við um viðbygginguna við Sjávarhúsið auk þess sem að aðrir eigendur að Látrum hafi ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu, hvorki almennt séð né þegar eftir sjónarmiðum þeirra hafi verið leitað sérstaklega við meðferð málsins. Telja ákvörðun byggingafulltrúa hafi verið byggð á efnislegum rökum Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í báðum málum kemur fram að það mat byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að beita ekki þvingunarrúrræðum, það er að krefjast þess að húsin yrðu rifin, hafi verið stutt efnislegum rökum. Blíðskapar veður á Látrum síðasta sumar. Skúrana fimm má sjá á myndinni.Hlédís Sveinsdóttir Þá var Miðvík bent á það að félaginu standi önnur réttarúrræði til boða til að gæta hagsmuna sinna, en ekki sé hægt að líta svo á að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingsbundinna hagsmuna sinna. Var báðum kröfum Miðvíkur því hafnað en úrskurði nefndarinnar má lesa hér og hér. Ísafjarðarbær Umhverfismál Skipulag Stjórnsýsla Hornstrandir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira
Deilurnar má rekja til þess að fulltrúi Miðvíkur ehf, sem er einn af eigendum eyðijarðarinnar Látra í Aðalvík, krafðist þess að smáhýsin fimm, sem reist voru á sínum tíma í fjörukambinum að Látrum í Aðalvík yrðu fjarlægð, sem og viðbygging við Sjávarhúsið svokallaða. Smáhýsin fimm og viðbyggingin við Sjávarhúsið væru að mati Miðvíkur óleyfisframkvæmdir. Lítil grenndaráhrif að mati bæjarins Deilurnar hafa staðið yfir í um nokkurt skeið, meðal annars hafði úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála vísað frá kröfu Miðvíkur um að Sjávarhúsið yrði fjarlægt árið 2018. Göngugarpar ferjaðir að Látrum í gúmmíbát. Fjölmargir gönguhópar hefja göngu á Hornströndum á Látrum á hverju sumri.Vísir/Sunna Karen Byggingarfulltrúi Ísafjarðarbæjar hafnaði kröfum Miðvíkur í vor, meðal annars á þeim grundvelli að smáhýsin hefðu lítil grenndaráhrif og aðrir eigendur Látra hefðu ekki gert athugasemdir við viðbygginguna við Sjávarhúsið. Miðvík skaut þeirri niðurstöðu til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála og fór fram á að ákvörðunirnar yrðu ógiltar. Telja að byggingafulltrúinn geti ekki sætt sig við umfang eignarhalds Miðvíkur Vildi Miðvík meina að samkvæmt reglum sem gildi um svæðið væri aðeins leyfilegt að reisa á fjörukambinum tvær byggingar, hin svokölluðu „Húsið við sjóinn“ og „Guðnahús“. Bæði þessi réttindi væru í eigu Miðvíkur ehf. Byggingafulltrúi Ísafjarðarbæjar hafði hafnað því að verða við kröfu Miðvíkur.Vísir/Vilhelm Þá taldi Miðvík að leyfi allra landeigenda þurfi til að raska friðlandinu, eigendur smáhýsanna hafi ekki sótt um tilskilin leyfi og það sama gilti um eigendur viðbyggingarinnar við Sjávarhúsið. Þá virtist Miðvík það vera svo að byggingarfulltrúinn gæti ekki sætt sig við að félagið væri eigandi helmings alls lands að Látrum í Aðalvík. Ísafjarðarbær beitti þeim rökum fyrir sig að nokkuð hafi verið liðið frá því að umrædd smáhýsi hafi verið sett upp og að Miðvík hafi verið eini eigandinn af fjölmörgum eigendum að Látrum sem sett hafi sig upp á móti þeim. Göngumaður virðir fyrir sér skúrana að Látrum.Golli Smáhýsunum fylgdu engin sérstök grenndaráhrif, útsýnisskerðing, skuggavarp eða annað slíkt og hafi því ekki verið borið við af hálfu Miðvíkur. Þá þyrfti sterk rök til þess að beita jafn íþyngjandi úrræðum og þvingunarrúræðum, þau hafi Miðvík ekki fært fram. Sömu rök ættu við um viðbygginguna við Sjávarhúsið auk þess sem að aðrir eigendur að Látrum hafi ekki gert athugasemdir við umrædda viðbyggingu, hvorki almennt séð né þegar eftir sjónarmiðum þeirra hafi verið leitað sérstaklega við meðferð málsins. Telja ákvörðun byggingafulltrúa hafi verið byggð á efnislegum rökum Í niðurstöðu úrskurðarnefndarinnar í báðum málum kemur fram að það mat byggingarfulltrúa Ísafjarðarbæjar að beita ekki þvingunarrúrræðum, það er að krefjast þess að húsin yrðu rifin, hafi verið stutt efnislegum rökum. Blíðskapar veður á Látrum síðasta sumar. Skúrana fimm má sjá á myndinni.Hlédís Sveinsdóttir Þá var Miðvík bent á það að félaginu standi önnur réttarúrræði til boða til að gæta hagsmuna sinna, en ekki sé hægt að líta svo á að einstaklingum sé tryggður lögvarinn réttur til að knýja byggingaryfirvöld til beitingar þvingunarúrræða vegna einstaklingsbundinna hagsmuna sinna. Var báðum kröfum Miðvíkur því hafnað en úrskurði nefndarinnar má lesa hér og hér.
Ísafjarðarbær Umhverfismál Skipulag Stjórnsýsla Hornstrandir Mest lesið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Innlent „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Innlent Selfoss stöðvaður í Bretlandi Innlent Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Innlent Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Erlent Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Innlent Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Erlent Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Áttu að taka tillit til þess að talsmaðurinn klikkaði Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Glæpir eiga ekki að borga sig: Gæti hagnast fjárhagslega á að hafa banað föður sínum Björg býður ungliðum til fundar Verði húsið rifið verði fyrst að óska þess að friðun verði afnumin Staðin að því að stinga inn á sig snyrtivörum Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Sjá meira