Fótbolti

„Vitum að við getum gert mikið betur“

Sindri Sverrisson skrifar
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði í kvöld rétt eins og gegn Japan í vináttulandsleik í síðustu viku.
Berglind Björg Þorvaldsdóttir skoraði í kvöld rétt eins og gegn Japan í vináttulandsleik í síðustu viku. Getty/Angelo Blankespoor

Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Glódís Perla Viggósdóttir voru sammála um að þrátt fyrir 4-0 sigur gegn Kýpur í dag hefði spilamennska íslenska landsliðsins ekki verið sérstaklega góð.

Berglind skoraði eitt markanna, úr vítaspyrnu, í leik gegn einu slakasta landsliði Evrópu. Sigurinn þýðir að Ísland er tveimur stigum á eftir toppliði Hollands, með leik til góða, í undankeppni HM í fótbolta.

„Við ætluðum að vinna leikinn og ná að skora mörk. Það gekk upp. Spilamennskan heilt yfir hefði mátt vera betri, en við náðum í þrjú stig og unnum leikinn. Við erum sáttar með það,“ sagði Berglind í viðtali sem birtist í íþróttafréttum RÚV í kvöld. Glódís tók í sama streng:

„Við komum hingað til að sækja þrjú stig og halda áfram að vera á góðum stað í riðlinum. Við gerðum það. Hins vegar er þetta ekkert sérstaklega góður leikur sem við spilum. Við vitum að við getum gert mikið betur, en erum sátt með þrjú stig,“ sagði Glódís á RÚV.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.