Heimsóknum á Kvíabryggju aflýst vegna smitaðs gests Kjartan Kjartansson skrifar 30. nóvember 2021 18:37 Fangelsið Kvíabryggja. Myndin er úr safni. Vísir/Egill Öllum heimsóknum gesta í fangelsið á Kvíabryggju hefur verið aflýst næsta daga eftir að barn sem kom þangað í heimsókn á sunnudag greindist smitað af Covid-19. Einn fangi er í sóttkví og nokkrir aðrir í smitgát. Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Greint var frá því að heimsóknum yrði aflýst vegna sóttvarnarráðstafana á Facebook-síðu Fangelsismálastofnunar í dag. Í samtali við Vísi segir Páll Winkel, fangelsismálastjóri, að gripið hafi verið til ráðstafananna eftir að barnið greindist smitað. Páll segir að Fangelsismálastofnun hafi reynt að gæta meðalhófs og ekki lokað alveg á heimsóknir í kórónuveirufaraldrinum síðustu mánuði. Fullorðnir gestir hafa þurft að framvísa nýlegu hraðprófi fyrri heimsókn en ekki hafa verið gerðar sömu kröfur til barna. Á meðan beðið er niðurstaðna um hvort að veiran hafi stungið sér niður í fangelsinu er ekki tekið á móti heimsóknargestum og fangar eru ekki fluttir á milli fangelsa. „Við bíðum þar til að það liggur endanlega fyrir hvort þetta hafi dreift sér innan fangelsisins,“ segir Páll. Ekki er langt síðan stofnunin missti tímabundið níu fangaverði á Litla Hrauni sem ýmist greindust smitaðir af veirunni en lentu í sóttkví. Páll segir að gripið hafi verið til sömu aðgerða þá. „Þetta hefur virkað. Það er okkar verkefni að halda þessari starfsemi órofinni, við komumst ekki hjá því, en það er líka okkar verkefni að gera vistina ekki verri eða meira íþyngjandi en nauðsynlegt er. Við erum svona að reyna að feta þennan meðalveg,“ segir fangelsismálastjóri.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fangelsismál Grundarfjörður Tengdar fréttir Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13 Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Innlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Fleiri fréttir Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum Sjá meira
Takmörkuð starfsemi á Litla-Hrauni vegna Covid-19 smits Komið hefur upp Covid-19 smit meðal starfsmanna í fangelsinu Litla-Hrauni. Nokkur hópur starfsmanna er í sóttkví og ljóst að næstu daga verður starfsemi fangelsisins takmörkuð. Öllum heimsóknum gesta er frestað fram yfir helgina. 11. nóvember 2021 16:13