Fyrsti fundur nýrrar ríkisstjórnar Samúel Karl Ólason skrifar 28. nóvember 2021 16:20 Ný ríkisstjórn Íslands. Vísir/Vilhelm Ný ríkisstjórn Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Vinstri hreyfingarinnar - græns framboðs kom saman á ríkisráðsfundi á Bessastöðum í dag. Ráðherrar ríkisstjórnarinnar fjölgar um einn frá síðustu ríkisstjórn og eru tólf. Ráðuneytin deilast milli flokkanna á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm, Framsóknarflokkurinn fær fjögur og VG fær þrjú. Fyrsti ríkisráðsfundur stjórnarinnar hófst á Bessastöðum í dag en fyrst kom gamla ríkisstjórnin saman þar sem Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og greindi forseta jafnframt frá því að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar stjórnar sömu flokka.. Fráfarandi ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. Í sáttmálanum má svo finna gömul markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi en einnig metnaðarfull markmið um að auka traust almennings á mikilvægi tjáningarfrelsis. Hér að neðan má sjá hvernig ráðuneytin deilast milli nýrrar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af honum eftir átján mánuði að hámarki. Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- og lofslagsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra. Framsóknarflokkur: Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Ásmundur Einar Daðason er skólamála- og barnaráðherra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir er viðskipta- og menningarmálaráðherra. Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir er matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra. Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. 28. nóvember 2021 14:37 Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. 28. nóvember 2021 14:23 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Ráðuneytin deilast milli flokkanna á þann veg að Sjálfstæðisflokkurinn fær fimm, Framsóknarflokkurinn fær fjögur og VG fær þrjú. Fyrsti ríkisráðsfundur stjórnarinnar hófst á Bessastöðum í dag en fyrst kom gamla ríkisstjórnin saman þar sem Katrín Jakobsdóttir baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt og greindi forseta jafnframt frá því að samkomulag hefði tekist um myndun nýrrar stjórnar sömu flokka.. Fráfarandi ríkisstjórn.Vísir/Vilhelm Loftslagsmál, heilbrigðismál og tæknibreytingar eru einna fyrirferðamestu málaflokkarnir í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar sem kynntur var í dag. Miklum úrbótum er lofað í heilbrigðismálum þar sem skipa faglega stjórn yfir Landspítalann að norrænni fyrirmynd. Í sáttmálanum má svo finna gömul markmið um orkuskipti og kolefnishlutleysi en einnig metnaðarfull markmið um að auka traust almennings á mikilvægi tjáningarfrelsis. Hér að neðan má sjá hvernig ráðuneytin deilast milli nýrrar ríkisstjórnar. Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af honum eftir átján mánuði að hámarki. Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- og lofslagsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra. Framsóknarflokkur: Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Ásmundur Einar Daðason er skólamála- og barnaráðherra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir er viðskipta- og menningarmálaráðherra. Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir er matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Sjálfstæðisflokkur: Bjarni Benediktsson er fjármálaráðherra. Jón Gunnarsson er dómsmálaráðherra en Guðrún Hafsteinsdóttir mun taka við af honum eftir átján mánuði að hámarki. Guðlaugur Þór Þórðarson er umhverfis- og lofslagsmálaráðherra. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er utanríkisráðherra. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir er nýsköpunar-, iðnaðar- og háskólaráðherra. Framsóknarflokkur: Sigurður Ingi Jóhannsson er samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra. Willum Þór Þórsson er heilbrigðisráðherra. Ásmundur Einar Daðason er skólamála- og barnaráðherra. Lilja Dögg Alfreðsdóttir er viðskipta- og menningarmálaráðherra. Vinstri hreyfingin – grænt framboð: Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra. Svandís Svavarsdóttir er matvæla-, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Guðmundur Ingi Guðbrandsson er félags- og vinnumarkaðsráðherra.
Alþingi Alþingiskosningar 2021 Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Sjálfstæðisflokkurinn Framsóknarflokkurinn Vinstri græn Tengdar fréttir Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. 28. nóvember 2021 14:37 Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. 28. nóvember 2021 14:23 Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Erlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Fleiri fréttir Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Fjárhús varð öldugangi að bráð Sveinn nýr formaður stjórnar Landspítalans Heimsótti foreldra Matthíasar: Sagðist sjálfur hafa átt hugmynd að lögmannaskiptum Milljónirnar 22 voru enn í hraðbankanum þegar hann fannst Fresta byggingu annarrar heilsugæslu um fimm ár hið minnsta Afsökunarbeiðni Sigríðar Bjarkar skipti sköpum Hunsa rauða ljósið í Reynisfjöru: „Er að setja sig í mjög meðvitaða hættu“ Sagði til myndbönd af Matthíasi að berja menn í tálbeituaðgerðum „Stórsigur fyrir réttlæti“ Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjá meira
Byrja með „umfangsminni hugmyndir“ um hálendisþjóðgarð „Ef maður er hættur að komast áfram, getur verið ágætt að stíga aðeins aftur á bak.“ Þetta sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, um mögulegan hálendisþjóðgarð í ljósi þess að Sjálfstæðisflokkurinn væri að taka yfir umhverfisráðuneytið. 28. nóvember 2021 14:37
Katrín segist hafa talað mest fyrir því að hreyfa ráðuneytin Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, segist hafa talað manna mest fyrir því að breytingar yrðu gerðar á ráðherraskipan flokkanna sem munu mynda annað ráðuneyti hennar. 28. nóvember 2021 14:23
Stjórnarandstaðan heldur formennsku stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar en ekki öðrum Ný ríkisstjórn Íslands ætlar að taka aftur formennsku allra nefnda, að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd undanskilinni. Þar mun stjórnarandstaðan fara áfram með formennsku. 28. nóvember 2021 13:51