Allir stjórnarflokkar samþykkja áframhaldandi samstarf Árni Sæberg skrifar 27. nóvember 2021 19:48 Formenn flokkanna þriggja fagna eflaust áframhaldandi samstarfi. Vísir/Vilhelm Fundi Vinstri grænna, þar sem farið var yfir nýjan stjórnarsáttmála, lauk nú rétt fyrir sjö. Sáttmálinn var samþykktur með áttatíu prósent atkvæða. Framsókn og Sjálfstæðisflokkurinn samþykktu sáttmálann fyrr í dag, nánast einróma. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segir fundinn hafa gengið vel í dag en hann hófst klukkan þrjú og lauk upp úr klukkan fimm, þar sem flestir tóku þátt í gegnum fjarskiptabúnað. Að sögn Sigurðar Inga var góð þátttaka á fundinum og var stjórnarsáttmálinn samþykktur með rétt tæplega 99 prósent atkvæða. Fundir Sjálfstæðisflokksins hófust klukkan hálf tvö og lauk um klukkan hálf sex. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði fundina hafa gengið vel en aðalfundarstaðurinn var í Valhöll. Aðrir tóku þátt í gegnum fjarfundarbúnað og segist Bjarni telja að hlutfall þeirra sem samþykktu sáttmálann hafi verið svipaður og hjá Framsókn en hann var ekki með nákvæma tölu. Í tilkynningu frá Vinstri hreyfingunni grænu framboði segir að á annað hundrað manns hafi sótt fundinn sem hófst klukkan tvö í dag. Þar af hafi tæplega hundrað verið með atkvæðisrétt sem flokksráðsfulltrúar. Sem áður segir var sáttmálinn samþykktur með um áttatíu prósent atkvæða. Uppstokkun ráðuneyta og áhersla á loftslagsmál Ljóst er að nokkrar breytingar hafa orðið á skiptingu ráðuneyta milli stjórnarflokkanna líkt og Innherji greindi frá fyrr í dag. Þá segir í frétt RÚV að í stjórnarsáttmálanum sé lögð áhersla á loftsslagsmál. Helminga eigi losun Íslands fyrir 2030, samvinna ríkis og sveitarfélaga í malaflokknum verði efld og hálendisþjóðgarður verði stofnaður. Jafnframt eigi að efla ríkissáttasemjara, setja fram skýra og heildstæða stefnu í málefnum innflytjenda, einfalda umsóknarferli um dvalarleyfi. Samkeppniseftirlit og Neytendastofa verði sameinuð og skipuð verði nefnd til að meta ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins. Fréttastofa verður í beinni útsendingu á Stöð 2 og Stöð 2 Vísi á morgun þegar nýr stjórnarsáttmáli verður undirritaður.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök Erlent „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Innlent Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira