Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.
Edda Andrésdóttir les fréttir í kvöld.

Sjálfstæðisflokkur fær flest ráðuneyti og Framsókn fær heilbrigðisráðuneyti, samkvæmt heimildum fréttastofu og Innherja um nýjan stjórnarsáttmála sem kynntur var flokkunum í dag. Við förum yfir skiptingu ráðuneyta eftir flokkum í kvöldfréttum Stöðvar 2 í beinni útsendingu klukkan hálf sjö.

Þá fjöllum við um hertar aðgerðir sem taka gildi á landamærum á morgun vegna nýs afbrigðis kórónuveirunnar, sem nú er tekið að dreifast hratt um heimsbyggðina. 

Við ræðum einnig við núverandi íbúa Richardshúss á Hjalteyri, þar sem barnaheimili var starfrækt. Þeir hafa í áránna rás tekið á móti fyrrverandi skjólstæðingum barnaheimilisins, sem eiga margir afar neikvæðar minningar af vistinni.

Þá kíkjum við á nýtt hof Ásatrúarfélagsins, tökum stöðuna á ferðaþjónustunni í Mývatnssveit og heimsækjum handverksfólk á Suðurnesjum.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.