Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar
Hádegisfréttir Bylgjunnar Foto: Gunnar Reynir Valþórsson,Margrét Helga Erlingsdóttir/Vísir

Yfirlæknir á ónæmisfræðideild Landspítala segir allar líkur á að nýtt afbrigði kórónuveirunnar komi til Íslands. Afbrigðið breiðist hratt út. Við tökum stöðuna á faraldrinum í hádegisfréttum Bylgjunnar á slaginu 12.

Þá segjum við frá helstu vendingum sem búast má við í stjórnmálunum í dag. Stofnanir stjórnarflokkanna fá kynningu á nýjum stjórnarsáttmála eftir hádegi. Sáttmálinn og ráðherraskipan verða kynnt á blaðamannafundi á morgun.

Of mörg alvarleg umferðarslys hafa orðið á höfuðborgarsvæðinu í mánuðinum, að mati yfirlögregluþjóns. Skammdegið skapi hættuástand.

Þá fjöllum við áfram um blóðmeramálið og ræðum við sveitastjóra Húnaþings vestra, sem segir skólabörn koma veik í skólann á Hvammstanga eftir illa vist í skólabíl á nær ófærum vegi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×