Ævilöng svipting ökuréttinda felld niður Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. nóvember 2021 09:03 Maðurinn var handtekinn í Vestmannaeyjum. Vísir/Vilhelm Landsréttur hefur fellt niður ævilanga sviptingu ökuréttinda manns sem sakfelldur var fyrir að hafa verið óhæfur til að stjórna ökutæki sínu örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Forsögu málsins má rekja til þess að umræddur maður var stöðvaður við akstur í Vestmannaeyjum í ágúst árið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Ný umferðarlög samþykkt skömmu eftir dóminn Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður, það er að samkvæmt nýju lögunum gæti mæling á ávana- og fíkniefnum í þvagi ökumans gæti ekki ein og sér verið grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn.Vísir/Vilhelm Vísaði maðurinn til þess að í játningu hans í dómsmálinu fyrir héraðsdómi hafi ekki falist að hann hafi gengist við því að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, heldur að hún hafi aðeins tekið til þess að þar sem fíkniefni hafi mælst í þvagsýni frá honum hafi hann brotið gegn þágildandi umferðarlögum. Í dómi Landsréttar segir að það liggi fyrir að sú háttsemi sem maðurinn var sakfelldur fyrir sé nú refsilaus. Taldi Landsréttur því rétt að fella niður refsingu mannnsins. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi. Þá var þrjátíu daga fangelsisrefsing mannsins einnig felld niður. Þó þarf hann að greiða tuttugu þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið án tilskilinna ökuréttinda. Vestmannaeyjar Dómsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Forsögu málsins má rekja til þess að umræddur maður var stöðvaður við akstur í Vestmannaeyjum í ágúst árið 2018. Var hann án tilskilinna ökuréttinda auk þess sem að lögregla taldi hann óhæfan til að stjórna bílnum örugglega vegna áhrifa fíkniefna. Tetrahýdrókannabínólsýra mældist í þvagsýni sem maðurinn lét í té en ekki reyndist mælanlegt magn af sama efni í blóði mannsins. Maðurinn var sakfelldur í Héraðsdómi Suðurlands árið 2019 fyrir brot sitt og honum gert að sæta þrjátíu daga fangelsi auk ævilangrar sviptingar ökuréttinda. Ný umferðarlög samþykkt skömmu eftir dóminn Skömmu eftir að dómur í máli hans féll samþykkti Alþingi frumvarp til nýrra umferðarlaga þar sem meðal annars var gerð sú breyting á að fellt var á brott það ákvæði þeirra að mæling á ávana-og fíkniefnum „í þvagi“ ökumanns gæti, ein og sér, talist viðhlítandi grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Samkvæmt heimild í lögum óskaði maðurinn eftir því að þau viðurlög sem honum voru gerð með dóminum yrðu felld niður, þar sem refsinæmi þess verknaðar sem hann var sakfelldur fyrir hafi fallið niður, það er að samkvæmt nýju lögunum gæti mæling á ávana- og fíkniefnum í þvagi ökumans gæti ekki ein og sér verið grundvöllur til stofnunar refsiábyrgðar. Lögreglan í Vestmannaeyjum handtók manninn.Vísir/Vilhelm Vísaði maðurinn til þess að í játningu hans í dómsmálinu fyrir héraðsdómi hafi ekki falist að hann hafi gengist við því að hafa verið undir áhrifum fíkniefna við aksturinn, heldur að hún hafi aðeins tekið til þess að þar sem fíkniefni hafi mælst í þvagsýni frá honum hafi hann brotið gegn þágildandi umferðarlögum. Í dómi Landsréttar segir að það liggi fyrir að sú háttsemi sem maðurinn var sakfelldur fyrir sé nú refsilaus. Taldi Landsréttur því rétt að fella niður refsingu mannnsins. Var ævilöng ökuréttarsvipting hans því felld úr gildi. Þá var þrjátíu daga fangelsisrefsing mannsins einnig felld niður. Þó þarf hann að greiða tuttugu þúsund króna sekt fyrir að hafa ekið án tilskilinna ökuréttinda.
Vestmannaeyjar Dómsmál Mest lesið Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Grín sendiherrans ógni Íslandi Innlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Fleiri fréttir Billy Long biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent