Segir traustið til Ísteka brostið Telma Tómasson skrifar 26. nóvember 2021 17:09 Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands, Sveinn Steinarsson formaður Félags hrossabænda og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna fóru yfir málin í Pallborðinu í dag. Vísir/Ragnar Forsendur sem settar hafa verið um blóðmerabúskap hefur ekki verið fylgt eftir að mati Sveins Steinarssonar formanns Félags hrossabænda. Það valdi því að traust til fyrirtækisins Ísteka sé brostið, en það kaupir allt blóð til framleiðslu frjósemislyfs sem notað er í ræktun búfjár erlendis. Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli. Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Eftir birtingu myndbands dýraverndarsamtaka um blóðmerar og aðbúnað hryssna í þeirri búgrein hefur mikil umræða skapast um hvort lögum um dýravelferð sé fylgt. Sveinn segir starfsemina alla undir sama eftirlitinu og í tengslum við eitt fyrirtæki (Ísteka) sem kaupi hráefnið eða afurðina af öllum þeim sem stunda þetta starf. „Það eru settar upp ákveðnar forsendur sem greinilega er ekki fylgt eftir. Það er það sem ég og mínir félagar eru forundrandi á og þar erum við stödd í umræðunni og gagnvart næst skrefum okkar. Það er traustið til fyrirtækisins sem leiðir þetta starf. Það er brostið,“ segir Sveinn. Hann var einn þriggja viðmælenda í Pallborðinu sem var sent út í beinni útsendingu á Vísi og Stöð 2 Vísi þar sem tekist var á um málið. Auk hans sátu pallborðið þær Bára Eyfjörð Heimsdóttir formaður Dýralæknafélags Íslands og Súsanna Sand Ólafsdóttir formaður Félags tamningamanna. Pallborðið má nálgast í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Arnór Guðlaugsson framkvæmdastjóri Ísteka segir að aðgerðaráætlun til úrbóta sé í smíðum hjá fyrirtækinu. Slík áætlun innhaldi til að mynda að komið væri á fót aðferð til að meta val á hryssum til blóðtöku, farið yrði ofan í saumana á hönnun blóðtökubása, mannleg hegðun skoðuð, fræðsla aukin, öryggisverðir dýravelferðar yrðu ráðnir og myndavélaeftirlit sett á laggirnar. Útflutningstekjur af fullunninni vöru Ísteka eru tæpir 2 milljarðar á ársgrundvelli.
Pallborðið Dýraheilbrigði Hestar Blóðmerahald Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira