Innlent

Bein út­sending: Hið um­deilda blóð­mera­hald á Ís­landi í Pall­borðinu

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, hafnaði þátttöku í Pallborðinu þrátt fyrir ítrekuð boð í þáttinn.
Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, hafnaði þátttöku í Pallborðinu þrátt fyrir ítrekuð boð í þáttinn.

Blóðtaka úr hryssum til framleiðslu hormóns sem notað er í búfjárrækt erlendis er eitt mesta hitamál vikunnar, eftir að alþjóðlegu dýraverndunarsamtökin AWF/TBS birtu myndband um illa meðferð við starfsemina.

Lyfjaframleiðslan er á vegum fyrirtækisins Ísteka ehf en tæplega 120 hrossabú halda hryssur sem notaðar eru í þessari umdeildum búgrein.

Blóðmerarhald og ill meðferð hrossa verður umræðuefni Pallborðsins að þessu sinni en til að velta upp ýmsum hliðum málsins mæta Bára Eyfjörð Heimisdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, Sveinn Steinarsson, formaður Félags hrossabænda, og Súsanna Sand Ólafsdóttir, formaður Félags tamningamanna. 

Arnþór Guðlaugsson, framkvæmdastjóri Ísteka, hafnaði þátttöku þrátt fyrir ítrekuð boð í þáttinn.

Sýnd verða brot úr umræddu myndbandi dýraverndunarsamtakanna og einnig verður birt viðtal við Gunnar Sturluson, lögmann, hrossaræktanda og forseta FEIF, alþjóðasamtaka íslandshestafélaga.

Telma L. Tómasson stýrði Pallborðinu sem sjá má í heild sinni hér að neðan.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×