Búast má við allt að 45 metrum á sekúndu og getur færð því orðið harla slæm. Finnur segir að bílar séu klárir og meðlimir Björgunarfélagsins muni ekki sofna á verðinum. Viðbúnaður sé þó með venjulegu móti, enda séu meðlimir sveitarinnar alltaf klárir í útkall.
Búast má við snörpum vindhviðum staðbundið yfir 45 metrum á sekúndu en Finnur fagnar því að ofankoma sé ekki í kortunum. Aðspurður um hvaða ráðstafanir ökumenn geti gert svarar Finnur: „Að vera ekki á ferðinni, það borgar sig aldrei!“